Goðasteinn - 01.09.2018, Page 34
32
Goðasteinn 2018
að svo hafi verið. Keldur voru byggðar snemma og urðu eitt af höfuðbólum
Oddaverja. Getið er um bæinn í Njálu og Sturlungu og gott var þar að búa.
Samkvæmt ábúendatölum Skúla afa míns og Vigfúsar bróður hans eru taldir
rúmlega 40 ábúendur á Keldum frá 970. Um 20 þeirra sátu á Keldum í 20 ár eða
lengur. Næstum 10 sátu staðinn í 40 ár eða lengur og 4 bændur sátu Keldurnar í
50 ár eða lengur. Keldnaland er um 16 km langt frá norðri til suðurs og víða 7–8
km breitt frá austri til vesturs. Stærð landsins er rúmir 115 ferkm. Um landnám
var það gróið að miklu leyti. Eyðibýlið Sandgil, sem er um 5 km norðaustur af
Keldum, var landnámsjörð. Sú jörð mun hafa lagst í eyði eftir 1690, en byggðist
aftur og fór í sand eftir 1783.
Örnefni í Keldnalandi eru 3–400, flest skráð af móðursystur minni, Helgu
Skúladóttur. Mörg þeirra, svo sem skógshraun, eldiviðarhraun og Kolvið-
arhraun og fleiri heimildir sýna að þar hefur verið þykkur jarðvegur og gróið
land, lyng, víðir og birkikjarr, þar sem nú er örfoka land.
eyðibýli í Keldnalandi
Í Keldnalandi eru yfir 20 eyðibýli, um 18 þeirra hefur uppblásturinn lagt í
auðn. Sum þeirra hafa verið flutt undan sandinum oftar en einu sinni. Þessi býli
eru nafngreind: Hraun, Hraunkot, Melakot, Keldnasel (tvö býli), Keldna-
kot, sandgil (þrjú býli), Tröllaskógur, Litli–skógur, gildurhóll og Hólar
eða Hóll. Eitt nafnlaust býli er við Markhólstungur og nokkur nafnlaus eyði-
býli eða rústir eru upp með Eystri–Rangá við Árholt ofan við gunnarsstein.
Eitt þeirra gæti hafa verið Holt, þar sem Hróðný systir Ingjalds bjó eins og áður
segir. Auk þess eru býlin sem síðast fóru í Eyði: Tunga og Króktún. Nafn-
laust eyðibýli er í Króktúnsjaðri og annað í Bugnum. Skammt frá Tungufossi
er enn eitt eyðibýlið, sem Þórður Tómasson í Skógum segir frá í nýrri Árbók
Hins íslenska fornleifafélags. Nýlega fann Skúli Skúlason á Keldum eyðibýli í
Tungunesi neðst í Keldnalandi.
Knafahólar
Um 4 km norður af Keldum og 3.5 km í útnorður frá Árholti eru nokkrir
blásnir hraunhólar, sem nefnast Knafahólar. Landið þar var áður gróið og vax-
ið viði. Knafi merkir strýta eða hnýfill. Orðið er skylt sögninni að gnæfa. Við
Eystri–Rangá sunnan Árholts er klettur, sem heitir gunnarssteinn. Hann er 25
m ummáls, 1 m að hæð fjærst ánni en um 2 m við ána og var áður á árbakk-
anum. Flötur að ofan er 7,5 x 3,5 m. Auðhlaupið er upp á klettinn. Ofan af
honum er hið besta vígi fyrir bogaskyttu.