Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 35
33
Goðasteinn 2018
Bardagi við gunnarsstein um 986
Í Njáls sögu segir, að Gunnari Hámundarsyni frá Hlíðarenda og bræðrum
hans Kolskeggi og Hirti var gerð fyrirsát af 30 mönnum við Knafahóla, er
þeir voru á heimleið frá Bræðratungu. Þeir hleyptu undan að Gunnarssteini og
bjuggust þar til varnar. Þar gat Gunnar komið við boganum í fyrstu, svo öðrum
vopnum. Einn óvininn rak hann í gegn með atgeirnum og fleygði út á Rangá.
Þeir bræður felldu 14 menn, en stökktu hinum 16 á flótta. Fyrirsátarmönnum
fannst sem ekki væri við menn um að eiga. Yngsti bróðirinn Hjörtur féll. Gunn-
ar reiddi hann heim á skildi sínum.
Dysjar finnast hjá Gunnarssteini
Árið 1780 hafði blásið ofan af 2 dysjum skammt frá Gunnarssteini. Þar
fundust jarðneskar leifar margra manna og ýmsir gripir m.a. beinhringur, eins
og þeir, sem bogmenn hafa á fingri til hlífðar, er þeir strengja boga til að skjóta
ör. Á hringinn er grafin hjartarmynd. Þar fannst kinga (skrautmunur eða sylgja
af skikkju) af norskri gerð líklega frá sama svæði og Þórir austmaður, sem féll
í bardaganum. Hann var heimamaður Egils í Sandgili og heitmaður dóttur hans
sem hét Guðrún, kölluð náttsól. Hún var kvenna fríðust og kurteisust. Þess-
ir munir leiða hugann að bardaganum við Gunnarsstein, bogmanninum mikla
Gunnari á Hlíðarenda, Hirti bróður hans og Þóri austmanni (úr Noregi).
sandfok og uppblástur
Mikið öskugos í Heklu 1510 hleypti af stað jarðvegseyðingu í stórum stíl.
Gosið hófst á versta tíma árs, 25. júlí. Askan barst yfir Rangárvelli, Landsveit,
Holt, Landeyjar og vestur í Flóa. Öskulagið er þykkt, askan er gróf og dökkgrá.
Fá gos hafa verið afdrifaríkari fyrir byggðaþróun á Suðurlandi. Vindurinn reif
jarðveg úr rofabökkunum. Gróðurhulan flagnaði af, landið var að fjúka burt.
Ein jörð af annarri fór í eyði innan við Keldur. Mikið áfok af sandi var um árabil
á heimalönd og hús Keldna. Auk þess voru stórir gróðurflákar að eyðast. Sam-
kvæmt skrifum afa míns voru mikil „sandár“ 1882, 1885, 1886, 1887, 1888,
1893, 1895, 1896, 1897, 1906, 1908, 1909, 1910, 1911, 1917, 1921, 1922 og
1941. Sum árin keyrði um þverbak. Þá sléttaði sandurinn yfir tún og húsagarða,
traðir fylltust og bærinn fór að hálfu leyti í kaf.
Vegna eldvirkni, ótíðar, eyðingar skóga og uppblásturs gekk Keldnaland
mjög úr sér. Elsta jarðamat Keldna er frá 1546. Þá telst jörðin nær því 60 hundr-
uð með kotunum Fossi og Hrauni. Árið 1611 er jörðin talin 36 hundruð og