Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 38
36
Goðasteinn 2018
öldnum, að stíga á og þjappa ofan í jörðina hnjúskum og þúfum, hvar sem
menn voru á gangi. Við bræðurnir lærðum þetta líka. Þetta hafði þann tilgang
að festa gróðurinn í sessi. Einn laus hnjúskur gat gefið vindklónni tak og komið
af stað uppblæstri á nýju svæði. Með þessu hugarfari fékk afi minn fólkið sitt
til að meta gróðurvernd. Með óþrjótandi eljusemi bjargaði hann og fólkið hans
bænum frá eyðingu. Þórður Tómasson í Skógum segir, að viðnámi eins manns
fremur öðrum eigi býlið í dag líf að launa. Það var Skúli Guðmundsson bóndi
á Keldum. Til tals hefur komið að gera minnismerki um Skúla og Svanborgu
húsfreyju í varpanum framan við gamla bæinn á Keldum.
Heyskapur
Heyskaparlönd voru ekki mikil á Keldum og oft var uppskeran rýr vegna
sandfoksins, sem gekk yfir um árabil og kæfði gróðurlönd. Enginn vegur var
að moka sandi af öllum túnunum, þótt hetjulega væri unnið að því að hreinsa
burt sandinn frá húsum og næsta nágrenni bæjarins. Það þurfti því oft að flytja
hey langt að, svo að búskap yrði viðhaldið. Borið var á 14 – 22 hrossum og
tveimur til viðbótar riðið á milli. Langt var að sækja heyskap út í Grafarnes eða
14 km aðra leið, Selalækjarmýri og Oddaflóð (síðast 1931) um 20 km hvora
leið. Áður var sóttur heyskapur út í Safarmýri, um 35 km heybandsveg (síðast
1893). Það var kölluð Keldnaskák eða Keldnaengi, sem Guðmundur Brynjólfs-
son átti. Safarmýri heitir mýrin vegna þess að hún er kennd við söf (sefgresi)
eða stör, sem óx á þessari mýri. Sagt er, að svo hafi vöxturinn á Safarmýri verið
gróskumikill, að binda hefði mátt stráin saman yfir herðakambi hesta, sem riðið
var um mýrina. Einnig var sótt til heyskapar í Tunguland, Brekknaland, Reyð-
arvatnsland og stundum á Gunnarsholtsveitu. Síðan var um langt skeið farið að
heyja eingöngu á ræktuðum túnum heima. Síðustu áratugi hefur þó verið sóttur
heyskapur á ný að Gunnarsholti.
Uppsprettur, lindir og lækir
Bærinn Keldur stendur á fornri hraunbrún. Hraunið, sem er undirstaða
Keldna, er um 4.700 ára gamalt. Um 200 lindir með síköldu vatni spretta fram
undan hraunhellunni, sem er djúpt í jörðu í hálfhring austur, suður og vest-
ur af bænum. Uppsprettuaugun eru mismörg eftir úrkomu og árferði. Jörðin
ber nafn af uppsprettunum. Nafnið Keldur er það sama og „kilde“ í norrænum
málum, þ.e. uppspretta. Dý eða fen í mýrlendi er hvergi að finna í nánd við
Keldur. Tvær kvíslar koma úr Austurbotnum og er Stórihólmi á milli þeirra.
Þær mynda bæjarlækinn. Í Austurtúni er Fjósalind. Í hana var sótt vatn í fjósið.
Undan Hlaðbrekkunni koma nokkrar uppsprettur. Þvottalindin er stærst þeirra.