Goðasteinn - 01.09.2018, Page 49
47
Goðasteinn 2018
fyrrum greyptur í klett og pallur fyrir smíðatól og smíðisgripi. Hjallur er aust-
astur. Þar var þvottur þurrkaður. Reipi og hærupokar voru hengd í hjallinn, en
fullþurrkuð úti á jörð á sólskinsdegi. Þau voru geymd í hanabjálka kirkjunnar. Í
hjallinum voru geymdar kvíagrindur og kláfar.
gripahús
Djúpar traðir eru beggja vegna bæjarhúsanna. Frá Vellankötlu í Vesturbotn-
um eru Vesturtraðir heim að húsum og Austurtraðir frá kirkjugarði og skemm-
unum um 80 metra til austurs. Þar eru útihúsin gömlu að hverfa í jörð. Þar var
fjósið, sem rúmaði um 10 kýr. Byggingarlag þess er frá þjóðveldisöld, eldra en
Skálans, merkilegar fornminjar sem þarf að varðveita. Á fjósinu er svokallað
ásaþak. Fram af því var gamla smiðjan. Þar er tappakofi fyrir 2—4 naut og þar
voru nokkur hesthús. Austast var svokallað Hólhesthús þar sem elsta fjósið
var fyrir ævalöngu, frá Jóni Loftssyni að sögn. Þar er hlaða, byggð 1897. Hún
rúmaði 650 hestburði af heyi. Lengi voru engar heyhlöður á Keldum fremur en
á flestum bæjum öðrum á Suðurlandi. Heyi var hlaðið í heystæður eða „des“ í
heygarði og geilar á milli til að leiða burt vatnið. Þannig var um búið að heyið
skemmdist ekki af regni eða snjó. Tyrft var yfir heyin en torfið þurfti að sækja
alla leið að Reyðarvatni, eins og reiðingstorf. Grasrótin á Keldum var gisin og
torfið veikt vegna sandsins. Heyið var borið til skepnanna í meisum. Stóra fjár-
réttin var rétt hjá. Hún rúmaði um 700 fjár, auk þess voru þar 2 réttir minni. Allt
haustsafnið með aðkomufé var á 3ja þúsund. Lambhúsin tvö á framtúni, fyrir
26 lömb hvort, stílhrein staðarprýði, voru byggð árið 1883 af Jóni Guðmunds-
syni, afabróður mínum, hann var þá ráðsmaður móður sinnar, seinna bóndi á
Ægisíðu. Þau blasa við frá kirkjunni og minna prestinn og kirkjugesti á jólum á
það, sem gerðist í Betlehem forðum tíð. Hlaðin voru fjárskýli og borgir. Slík
mannvirki eru víða um Keldnaland. Beitina varð að nota eins og hægt var. Í
jarðbönnum, þegar féð hafði ekki beit, var gefið í opin fjárskýli, gjafahringi eða
gaddhringi (sbr. gefa á gaddinn) og svo borgir sem voru opnar í toppinn. Fyrsta
fjárhúsið fyrir fullorðið fé á Keldum var byggt 1907 fyrir vestan Króktún. Það
tók allt að 80 kindur.
Keldnakirkja
Á Keldum hefur verið kirkja frá dögum Jóns Loftssonar. Hann var son-
arsonur Sæmundar fróða Sigfússonar í Odda (1056—1133). Jón Loftsson bjó á
Keldum síðustu æviár sín. Líklega var það timburkirkja, sem hann lét „smíða
fyrir norðan læk“. Í banasótt sinni lét hann leiða sig út í dyr og er hann sá til
kirkjunnar mælti hann: „Þar stendur þú kirkja mín. Þú harmar mig og ég harma