Goðasteinn - 01.09.2018, Side 51
49
Goðasteinn 2018
kirkjugestirnir margbreytilegir og sumir svolítið skrýtnir og skemmtilegir. Við
tókum ekki síður eftir ýmsum töktum hjá prestinum. Fólkið af næstu bæjum
kom nánast alltaf til kirkju, frá Stokkalæk, Reynifelli, Fossi, Rauðnefsstöðum,
stundum frá Selsundi, Svínhaga, Koti, Reyðarvatni og Gunnarsholti.
Kirkjan var notuð til fleiri athafna en til guðsþjónustu. Hún var góð geymsla
og notuð sem vinnustaður en þó í mesta hófi. Uppi á hanabjálka, sem svo var
nefndur, var góð loftræsting og þar var alltaf músalaust. Þess vegna var hana-
bjálkinn góð geymsla. Þar voru geymd reipi og hærupokar og stundum brauð-
meti í kistu. Menn komust í hanabjálkann af kirkjuloftinu. Gummi frændi flétt-
aði reipi og beislistauma og brá gjarðir í kirkjunni á okkar tíð, eins og alltaf
hafði verið gert. Einhvern tíma í vætutíð var þurrkuð ull í kirkjunni, en hún
var þvegin í Þvottalindinni, sem fossaði út undan hraunhellu í brekkunni um
20 metrum niður af kirkjugarðinum. Eftir jarðskjálftann 1912, þegar hluti bæj-
arins hrundi og ekki þótti hættandi á að fólkið svæfi inni, var kirkjan notuð sem
svefnstaður fyrir allt heimilisfólkið á Keldum. Það svaf á flatsængum í kirkj-
unni um tveggja vikna skeið. Þvert í gegnum kirkjuna gengur járnstöng fest
utan á veggina með skinnum og róm til að styrkja kirkjuna gegn jarðskjálftum
og stórviðrum. Fyrir messu á Keldum kom fólk í bæinn og hafði fataskipti.
Kirkjukaffi var alltaf eftir messu og þá var oft glatt á hjalla. Hestarnir voru settir
í Stórurétt. Þeir voru lokaðir inni þar og gefið. Að sumrinu voru þeir stundum
„traðaðir“ eða lokaðir af í tröðunum og gátu þá bitið kantana og traðarveggina.
Hestar kirkjugesta að vetri voru hýstir og heimahestar látnir út á meðan.
Kirkjugarðurinn
Kirkjugarðurinn hefur líklega alltaf verið umhverfis kirkjuna en verið færður
út til austurs nokkrum sinnum. Elsti hluti hans er mjög útgrafinn og komu oft
upp mannabein, þegar grafið var í þeim hluta. Þá voru beinin borin inn í bæ
og þurrkuð í hlóðaeldhúsinu, síðan vafin inn í klúta og lögð með í kistu þess
sem átti að jarða. Einkum var mikið beinaríki í því horni garðsins þar sem
jarðsett var fólk er dó í Stóru–bólu 1707–1709. Fyrir 100 ára afmæli Keldna-
kirkju merktum við Halldóra Einarsdóttir kona mín öll þekkt leiði í kirkjugarð-
inum og hún teiknaði garðinn. Merking leiðanna finnst á netinu með því að slá
upp gardur.is. Margir fornir legsteinar hafa varðveist í garðinum. Einn steinn
verður nefndur hér.
Legsteinn yfir ættföður og ættmóður Víkingslækjarættar, Bjarna og Guðríði,
er í kassa, smíðuðum af Halldóru Einarsdóttur. Hann er til sýnis í baðstofunni á
Keldum. Leiði þeirra í kirkjugarðinum er ekki þekkt með vissu. Það er um 3–4
metra suðaustur frá kirkjuhorninu. Áletrun á steininum er þessi: