Goðasteinn - 01.09.2018, Page 54
52
skúli guðmundsson, bóndi á Keldum, 1896–1946
Skúli afi minn var 9. barn af 13, sem þau Guðmundur og Þuríður eignuðust.
Hann bjó á Keldum í 50 ár. Áður var hann í 11 ár ráðsmaður móður sinnar, Þur-
íðar Jónsdóttur, en næstu tvö ár á undan var ráðsmaður hennar Jón Guðmunds-
son bróðir Skúla, síðar bóndi á Ægisíðu.
Skúli á Keldum var geyminn á forna hluti. Hann var að eðlisfari þýðlyndur,
ráðhollur, traustur, trygglyndur, umtalsfrómur og vandaður en hlédrægur. Samt
var hann þéttur fyrir væri að honum vegið og gamansamur var hann, en alltaf
prúður og alvörugefinn. Sjaldgæft var, að hann heyrðist hlæja hátt og lengi.
Móðir mín sagði mér eftirfarandi sögu um þetta:
„Hann faðir minn var gamansamur og kíminn, en svo prúður, að hann hló
aldrei hátt. Ein undantekning er þó á þessu. Eitt sinn var flest fólkið austur í
Stórurétt að fást við fé. Þá kom hann austur traðirnar skellihlæjandi, hann grét
af hlátri. Hann hafði verið á stuttum samráðsfundi með Grími Thorarensen í
Kirkjubæ. Þeir voru saman í hreppsnefnd og höfðu verið að ræða aðstoð sveit-
arfélagsins við einhverja, sem höfðu farið halloka vegna harðinda. Hestur Gríms
stóð bundinn við hestasteininn og sneri lendinni að skáladyrunum. Í stóra tunnu
var safnað keytu til notkunar við ullarþvotta. Keytutunnan var alltaf höfð við
kálgarðinn í hlaðvarpanum, nálægt hestasteininum. Þegar þeir Grímur og Skúli
kvöddust, kom galsi í Grím. Hann ætlaði að sýna Skúla þá gömlu íþrótt sína, að
stökkva á bak hestinum aftan frá með því að hlaupa til, styðja höndum á lendina
og svífa upp í söðulinn. Hann tók tilhlaup og sveif á bak hestinum, en ekki alla
leið, því að hesturinn var óviðbúinn, fældist og setti upp rassinn. Grímur steypt-
ist út af hestinum og rak skallann í keytutunnuna, svo að glumdi í. Líklega var
hann með húfu. Sem betur fer blóðgaðist Grímur hvorki né rotaðist, en hefur
sjálfsagt kennt talsvert til, því að hann spratt á fætur, strauk skallann, snaraðist á
bak hestinum frá hlið, sló í klárinn og sagði „sá skal nú fá það út eftir“ um leið
og hann þeysti úr hlaði.“
Ýmsar athugasemdir Skúla á Keldum hafa lifað, t.d. þessi: „Það er margt
sem mýgjar á Rangárvöllum; eldurinn að ofan, ágangurinn að neðan og ágirnd-
in í miðjunni.“ Hér átti hann við eldvirknina og ágang sands af norðri, en land-
brot vatnsfalla hið neðra. Með ágirndinni í miðjunni átti hann við fólkið og
veikleika þess, en ekki það, að hann væri að sneiða að nokkrum manni eins og
sumir hafa ætlað honum.
Hann Skúli afi minn var athafnasamur góðbóndi, búhagur vel og vandur
að virðingu sinni. Hann var ættfróður, fræðimaður, sískrifandi frá barnæsku
alls konar fróðleik og notaði hverja lausa stund til skrifta og lestrar meðfram
bústörfunum. Eftir hann liggur í söfnum margháttaður fróðleikur, sem skráður
Goðasteinn 2018