Goðasteinn - 01.09.2018, Page 56
54
Goðasteinn 2018
svanborg Lýðsdóttir, húsfreyja á Keldum, 1896–1947
Svanborg amma mín var fædd í Hlíð í Gnúpverjahreppi 1863 en dó í Hemlu
í Landeyjum 1954. Hún var menningarlega sinnuð, ung í anda og frjálslynd í
skoðunum, mesta myndarkona, dugleg og sköruleg húsmóðir. Hún var ein af
fyrstu námsmeyjum Kvennaskólans í Reykjavík og þótti þá svo góð námsmær,
að hún var flutt upp í annan bekk og lauk prófi þaðan að vori, en bekkirnir voru
þá tveir. Annan vetur var hún í Reykjavík til að læra klæðasaum og matreiðslu.
Að loknu námi fór hún heim í Hlíð og tók ungar stúlkur til náms og stundaði
jafnframt saum á bæjum í nágrenninu á veturna. Sagt var að Svanborg kæmi
alltaf til dyranna eins og hún var klædd, hreinlynd og berorð. Prestar hennar
fóru um hana hlýjum orðum í afmælisgreinum og umsögnum. Skúli prestur
Skúlason í Odda sagði að hún væri ein greindasta kona, er hann hefði kynnst í
sóknum sínum og séra Erlendur Þórðarson þakkar henni í afmælisgrein, er hún
varð níræð, fyrir þroskandi samtöl og fer viðurkenningarorðum um víðsýni og
bjarta trú hennar. Við bræðurnir fundum, hvað amma okkar blessuð var góð
og hugulsöm. Hún vakti yfir velferð okkar og allra annarra, sem voru í návist
hennar. Í eitt ár eftir lát manns síns hafði hún sama búið óskipt, en sonur henn-
ar, Guðmundur Skúlason og móðir okkar Kristín Skúladóttir, voru henni til
aðstoðar við búreksturinn. Börn Svanborgar og Skúla voru: Aldís f. 1896 hús-
freyja á Móeiðarhvoli, Þuríður f. 1897 húsfreyja í Vestmannaeyjum, Guðmund-
ur f. 1898 bóndi á Keldum, Lýður f. 1900 bóndi á Keldum, Helga barnakennari
f. 1902 húsfreyja í Gunnarsholti og á Selalæk, Kristín barnakennari f. 1905
húsfreyja á Sigurðarstöðum í Bárðardal, Keldum, Selalæk og Hemlu í Landeyj-
um, síðast búsett í Reykjavík. Fóstursonur Skúla og Svanborgar var Engilbert
Kristjánsson f. 1910 bóndi, fyrst á Vestri– Geldingalæk á Rangárvöllum, síðar
á Kaldbak á Rangárvöllum og loks í Pulu í Holtum.
Lýður skúlason og guðmundur skúlason,
bændur á Keldum, 1947–1968
Lýður Skúlason hóf búskap á Keldum árið 1937 í tvíbýli við afa minn og
ömmu ásamt konu sinni Jónínu Þórunni Jónsdóttur. Hún var dóttir Jóns Gísla-
sonar oddvita og Þórunnar Jónsdóttur ljósmóður í Ey í Vestur Landeyjum. Lýð-
ur hafði byggt sér hús vestan við gamla bæinn árið 1937 en um leið lagt að velli
gömlu smíðaskemmuna hans afa, sem hafði verið hluti af samfelldri húsaröð
með fornu lagi. Margir hafa séð eftir hinni fornu bæjarröð, en á móti kemur það,
sem er sjaldgæft að á Keldum eru 3 stig húsagerðar hlið við hlið. Þar er hinn
forni Skáli frá því fyrir 1200, baðstofan með skarsúðinni frá 1891 og þriðja