Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 57
55
Goðasteinn 2018
stigið, timburhúsið frá 1937. Fjórða húsagerðin frá 1973 er svo á brún Upptúns
austur af Hólavelli. Þar eru tvö steypt íbúðarhús; hús Skúla Lýðssonar og Drífu
Hjartardóttur og hús Skúla sonar þeirra og Melkorku Kristinsdóttur. Lýður og
Jónína hættu búskap um skeið vorið 1946 og fluttu til Reykjavíkur í eitt ár. Lýð-
ur vann þar við smíðar, en Jónína við ljósmóðurstörf. Árið 1947 komu þau aftur
að Keldum. Þau höfðu eignast tvær dætur, áður en þau fluttu suður, Svanborgu
og Þórunni Jónu. Á áliðnu sumri fæddist þeim sonur, Skúli Lýðsson. Lýður bjó
frá 1947 á Keldum á móti Guðmundi bróður sínum. Guðmundur dó árið 1966
en Lýður 1968. Jónína var víkingsdugleg og vel látin ljósmóðir á Rangárvöllum
í 40 ár, 1942–1983, og á sama tíma í V–Landeyjum í þrjú ár og í Landmanna-
hreppi 13 ár.
Kristín móðir okkar fluttist ásamt Svanborgu móður sinni með okkur bræð-
urna að Selalæk og gerðist bústýra hjá Jóni Egilssyni frá Stokkalæk, sem misst
hafði konu sína Helgu Skúladóttur frá Keldum árið 1947 frá 5 ungum börnum.
Þau höfðu fyrst búið í Gunnarsholti, en síðar á Selalæk.
skúli Lýðsson, bóndi á Keldum frá 1968
Skúli Lýðsson tók við búskap á Keldum 1968 og hefur búið þar 47 ár,
2015. Kona Skúla er Drífa Hjartardóttir. Hún var þingmaður fyrir Sunnlend-
inga 1999–2007. Hún sat í landbúnaðarnefnd Alþingis þann tíma, þar af for-
maður 2001–2007. Auk þess hefur hún gegnt fjölda trúnaðarstarfa, fleiri en
hér verða talin. Hún var sveitarstjóri Rangárþings ytra 2012—2014. Mjög hafa
gróðurlönd batnað og heyskaparlönd stækkað í búskapartíð Skúla. Þau hjónin,
börn þeirra og makar hafa grætt landið, dreift húsdýraáburði, heyfyrningum og
tilbúnum áburði, og plantað um 2 milljónum ungra trjáplantna í lúpínubreiðurn-
ar. Á þennan hátt hefur hafist á ný í Keldnalandinu náttúrleg gróðurframvinda.
Þegar á heildina er litið er árangur landgræðslustarfsins á Keldum fólginn í
stórkostlegri umbreytingu landsins úr eyðimörk í frjósöm tún, góð beitilönd
og skóglendi. Núverandi bændur, Skúli Lýðsson og Drífa Hjartardóttir, fengu
landgræðsluverðlaunin árið 2009 fyrir myndarlegan þátt sinn í endurheimt
landgæða á Keldnalandi.