Goðasteinn - 01.09.2018, Page 58
56
Guðmundur ríki á Keldum
Guðmundur Brynjólfsson var bóndi á Keldum á Rangárvöllum í 50 ár, frá
1833-1883. Hann hóf búskap sinn á Árbæ á Rangárvöllum. Þar sem hann bjó
í 14 ár. Hann var harðduglegur og útsjónarsamur og varð á búskapartíð sinni
stórefnaður. Hann fékk í lifanda lífi viðurnefnið Guðmundur ríki. Um hann var
stundum sagt af samtíðarfólki: „Guðmundur á Keldum á barn á hverju ári og
kaupir jörð á hverju ári.“ Ekki var þetta alveg rétt, en þó nærri lagi um nokkuð
mörg ár.
Ljóst er að Guðmundur hefur verið með gildari bændum landsins. Hvort
hann var í hópi þeirra allra ríkustu er önnur saga og hér verður ekki gerð tilraun
til að varpa ljósi á það. Hins vegar þarf ekki að lesa djúpt á milli lína í sam-
tímaheimildum um Guðmund til að skynja að hann var öfundaður af ýmsum,
sem talið hafa sig skörinni ofar að menntun, gáfum og þjóðfélagsstöðu. Guð-
mundur var mildur við vinnufólk sitt og leiguliða, naut lýðhylli og kvenhylli,
en var harður í horn að taka og varði eignir sínar af fullri einurð ef honum
fannst ranglega að sér vegið. Eftirfarandi grein um hinn litríka bónda og pers-
ónuleika Guðmund ríka er byggð á minningum og samantekt bræðranna Skúla
Jóns Sigurðarsonar fyrrverandi framkvæmdastjóra og Sigurðar Sigurðarsonar
dýralæknis en þeir eru synir Kristínar Skúladóttur frá Keldum, sem var son-
ardóttir Guðmundar. Undirritaður hefur fengið góðfúslegt leyfi til að sameina
án tilvísana, og hnika til, texta úr verkum beggja. Annars vegar kveri Skúla
frá 2007: „Nokkrir punktar um lífshlaup Guðmundar Brynjólfssonar, séðir frá
sjónarhorni barna-barna-barns“ (Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn)
og hins vegar úr kveri Sigurðar Keldur á Rangárvöllum – ágrip af sögu staðar
og ábúenda.
Skúli vitnar alloft í bókina Keldur á Rangárvöllum eftir Vigfús Guðmunds-
son, bónda og fræðimanns frá Keldum, sem var sonur Guðmundar og Þuríðar
Jónsdóttur frá Skarðshlíð. Millifyrirsagnir eru undirritaðs. Að öðru leyti er text-
inn bræðranna.
Jens Einarsson