Goðasteinn - 01.09.2018, Page 61
59
Goðasteinn 2018
tóbak notaði hann mjög sparlega, svo og vín gætilega og varla nema í veislum.
Meira var hann en meðalmaður á hæð (69 þuml.), limaður vel, heilsuhraustur,
beinvaxinn og óboginn allt til rúmlega 2–3 árin síðustu vegna orkuleysis í fót-
um.“
Guðmundur hóf búskap á Árbæ á Rangárvöllum vorið 1819, en hann tók við
jörðinni af föðurbróður sínum Bjarna Stefánssyni (f. 14.7.1761 – d. 3.5.1821)
sem þá flutti þaðan að Hjálmholti í Flóa.
svipmikið karlmenni
Skúli Guðmundsson segir svo frá föður sínum:
„Guðmundur var maður fríður sýnum, vel vaxinn og karlmannlega, með
kragaskegg, svipmikill og öldurmannlegur, með hærri mönnum að vexti, þrek-
lega vaxinn og feitlaginn, léttur á fæti á yngri árum, hraustur og iðjumaður
mikill, heimilisprúður og þýðlyndur og unnu honum bæði börn og stjúpbörn og
margir fleiri. Raddmaður góður og lagsæll. Lærði söng í kirkju, nýju lögin, eftir
að nýja sálmabókin kom 1871 – ´72.
Hafði mikið gaman af öllu meinleysis gamni og glensi, t.d. er piltarnir voru
eitt sinn að fara í gegnum sjálfa sig utar í baðstofu á vökunni, gekk hann til
þeirra til að líta eftir sollinum. Fór hann þá við sperruhald að stigagati í gegnum
sjálfan sig. Fór það ágætlega, þótt líkamsþungur væri og bar ljósan vott um
forna æfingu. Hann var nær 68 ára þegar ég fæddist. Man ég vel eftir þessu,
varla yngri en 7–10 ára.
Fór tvær ferðir lausríðandi til Eyrarbakka á ullarlestum, síðast 1879 á 85.
ári. Man ég af því, að 1880 setti hann upp á við kaupmann að fá 400 krónur í
peningum – meira en fyrr – og fékk þá í gulli einu og svo næstu tvö ár, 1881 og
1882. Bar vel og létt ellina og hinu silfurhvíta hári hélt hann nær óskertu með
sjóninni til dauðans. Heyrn tapaði hann að nokkru leyti, svo tala varð skýrt, og
fætur hans biluðu svo, að 2–3 ár fylgdi hann rekkju. Í kirkju fór hann síðast 1880
(Guðm. Helgas.). Varð að styðja hann inn kirkjugólfið, gekk svo óstuddur inn
eftir messu. Brúkaði gleraugu um fimmtugt, en sjónin skýrðist, svo hann setti
þau aldrei upp síðar. Leit yfir blað (Þjóðólf) nýkomið, daginn fyrir andlátið. Dó
af gamalla manna kolbrandi, byrjaði í fæti (stórutá). Goðasteinn – 1965.
eiginkonur og barnsmæður
Guðmundur Brynjólfsson (f.1794 – d.1883) bjó á Keldum í 50 ár, frá 1833-
1883. Áður bjó hann á Árbæ á Rangárvöllum í 14 ár. Hann var þríkvæntur
og átti með eiginkonum sínum 24 börn. Eitt barn átti Guðmundur með Höllu
Jónsdóttur 1801 – d.1843) bústýru sinni eftir að hann missti fyrstu konu sína.