Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 62
60
Goðasteinn 2018
Talið er að hann hafi einnig átt 3 börn síðar með tveimur vinnukonum, annarri
í Króktúni, hinni á Keldum (sjá síðar). Þær feðruðu ekki börnin. Eftir þessu átti
Guðmundur samtals 28 börn. Hann var 74 ára, er síðasta barnið fæddist. Milli
elsta og yngsta barns hans voru 47 ár.
fyrsta eiginkona (1819 – 1829) ingiríður Árnadóttir
frá Brekkum (f.1795 – d.1829).
Hún var dóttir Árna Gíslasonar, síðast bónda á Brekkum á Rangárvöllum,
og Ingiríðar Guðmundsdóttur frá Snjallsteinshöfða. Þau eignuðust 8 börn. Hið
fyrsta Ingiríður fæddist á Árbæ 1821 og lést aðeins viku gömul. Aðeins þrjú
barna þeirra komust á legg. Þau voru þessi: Ingiríður eldri á Stokkalæk og í
Tungu á Rangárvöllum f. 1822, Árni á Reynifelli f. 1824 og Ingiríður „yngri“á
Skammbeinsstöðum f. 1827, sem var síðasta barn þeirra hjónanna. Um fyrstu
konu Guðmundar, Ingiríði, er dó 1829 aðeins 35 ára 1829 á Árbæ, segir sr.
Matthías Jochumsson í líkræðu yfir Guðmundi á Keldum, að hún hafi verið
„valkvendi“. Hún bjó aldrei á Keldum.
Guðmundur bjó í Árbæ í 4 ár eftir konumissinn. Vigfús Guðmundsson segir
svo frá í bókinni Keldur: „Þótt börnin yrðu mörg og hagur Guðmundar einna
erfiðastur á þessum árum, var þar hvorki búsvelta né búskapur frumbýlings-
legur.... Kappsamur var Guðmundur við alla vinnu, meðan orka entist og lagði
harðar að sér en vinnufólkinu, eftir sögn Guðrúnar á Reynifelli, stjúpdóttur
hans og fósturdóttur. Um árvekni hans t.d. var um það talað, að þá er hann bjó
í Árbæ og sótti heyskap í Dufþekjumýri (þriggja klst. lestaferð eða meira), þá
hafi fólkið í Hvolhreppnum verið að koma út og signa sig, þegar hann kom að
heiman og fór þar framhjá bæjunum. Með slíkum dugnaði ásamt ráðdeild og
sparsemi, tókst honum jafnvel að gæta fengins fjár og afla.“
Önnur eiginkona (1833 – 1852) guðrún Pálsdóttir,
ljósmóðir frá Keldum (f.1793 – d.1852).
Hún var dóttir Páls Guðmundssonar, bónda á Keldum, og Þuríðar Jónsdótt-
ur, undirkaupmanns í Vestmannaeyjum. Guðrún var áður gift Guðmundi Magn-
ússyni (f.1787 – d.1831), frá Leirum og Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau höfðu
síðast búið í Króktúni, hjáleigu frá Keldum, en áður í Bakkahjáleigu, í Stóradal
og 1-2 ár á Rauðnefsstöðum. Þau áttu saman 11 börn á árunum 1815 – 1830, en
6 þeirra komust upp. Þau voru þessi: Þuríður á Hæringsstöðum, kona Gunnars
Ingimundarsonar, Magnús bóndi á Stokkalæk, afi Böðvars á Laugarvatni, Einar
bóndi í Gunnarsholti, Ingibjörg ljósmóðir á Loftsstöðum, kona Sigurðar Sig-