Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 63
61
Goðasteinn 2018
urðssonar, Jón bóndi á Gaddstöðum, á Þóroddstöðum í Ölfusi og Vetleifsholts-
helli í Holtum, faðir Magnúsar bónda á Brekkum á Rangárvöllum, og yngst var
Guðrún ljósmóðir, greind og margfróð, kölluð „hin fróða“. Hún giftist Árna
Guðmundsyni á Reynifelli, syni Guðmundar og Ingiríðar fyrstu konu hans.
Guðrún fróða var amma Helga Jónassonar, læknis á Stórólfshvoli.
Guðrún Pálsdóttir átti bú í Króktúni eftir fyrri mann sinn, en flutti sjálf um
skeið að Árbæ til Guðmundar og þaðan fluttu þau að Keldum, þegar Þuríður
móðir Guðrúnar dó árið 1833. Guðmundur Brynjólfsson og Guðrún eignuðust
3 syni. Þeir voru þessir: Theodór sýsluskrifari f. 1832 dó ókvæntur, Páll bóndi
á Selalæk f. 1834 og Brynjólfur bóndi í Ketilhúshaga og á Strönd í Landeyjum
f.1836 (afkomendur hans kenndir við Sólheima í Hrepp). Um Guðrúnu segir sr.
Matthías að hún hafi verið „gáfukona, örlynd og skörungur“.
Vigfús Guðmundsson segir svo frá:
„Einstæðingsskapur og ómegð ekkilsins í Árbæ og ekkjunnar yngri á Keld-
um hefur líklega dregið saman hugi þeirra, en börn þeirra voru samtals 9 á lífi,
en Theodór sonur þeirra fæddist nokkru áður en þau giftust hinn 19.7.1833. Þá
var Þuríður Jónsdóttir (f. 4.1.1772 – d. 11.5.1833) móðir hennar nýlátin og það
varð úr að Guðmundur tók við búinu og flutti frá Árbæ að Keldum. Börn hans
urðu þó eftir í Árbæ eitt ár, en gott fólk sá um bú Guðmundar í Árbæ og þar á
meðal var Halla Jónsdóttir barnsmóðir hans með son sinn Jón. Árið eftir eða
1834, hætti Guðmundur búskap í Árbæ og börnin þrjú (Ingiríðar tvær og Árni)
fóru að Keldum.“
Lögmaður gerður afturreka
Páll Guðmundsson (f.1769 – d.1828) bóndi á Keldum og faðir Guðrúnar var
ágætlega að sér, einkum í lögum, bæði dönskum og íslenskum (V.G. – Keldur).
Kom það sér vel þegar hann lenti í landaþrætumáli um ásælni í Keldnaland,
gegn Torfa Jónssyni (f.1771 – d.1834) á Breiðabólsstað, settum prófasti (1824
– 1826) héraðsins og síðar í öðru máli vegna afglapa Ísaks Jakobs Bonnesen
(f.1790 – d.1835), sýslumanns Rangæinga á Velli í Hvolhreppi.
Páll bóndi vann bæði þessi mál fyrir Landsyfirrétti og voru bæði Torfi pró-
fastur og Bonnesen sýslumaður dæmdir í sektir og til greiðslu málskostnaðar.
Páll Guðmundsson lést 58 ára gamall úr brjóstveiki árið 1828, en Þuríður Jóns-
dóttir ekkja hans bjó áfram á Keldum. Í fjölmennri erfidrykkjunni sem haldin
var að fornum sið eftir Pál, kom séra Torfi prófastur með fallegt frumsamið
minningarljóð um Pál og var það sungið þrisvar í röð. Þessu var Þuríður ekkja
Páls þakklát og gaf þá prófasti eftir 6 ríkisdali, eða hálfa sektina sem hann