Goðasteinn - 01.09.2018, Side 65
63
Goðasteinn 2018
Kom þá öllum saman um það, að arfahlutur barnanna væri óleystur út og
að hann mætti vera áfram inni í búi þeirra Guðmundar þar til að börnin yrðu
sjálf fjárráða. Bræðurnir gerðu nú þá kröfu, að búinu yrði skipt að jöfnu milli
barnanna og móður þeirra. En til þess að svara þeirri kröfu með rökum skrif-
lega, bað Guðmundur Brynjólfsson um frest, áður en úrskurður yrði upp sagð-
ur, og var frestur veittur til 10. des. sama ár. Og þá aftur á Keldum – eftir miklar
bollaleggingar, tilvitnanir og ritað mál á 9. bls. folio – úrskurðaði sami aðstoð-
armaður:
„Börnum Guðmundar sál. Magnússonar og Guðrúnar Pálsdóttur getur ekki
borið nokkurt erfðatilkall eftir Pál sál. Guðmundsson frá Keldum, í móðurinnar
lifandi lífi. Ber því að afhenda Guðmundi bónda Brynjólfssyni, vegna konu
hans o.s. frv.“
Forráðamenn barnanna voru, að vonum, ekki ánægðir með úrskurð þennan
og áfrýjuðu til yfirréttar. Fór þar á sömu leið og fyrr, að úrskurðurinn var felldur
úr gildi og skyldi sýslumaður greiða 8 rd. í málskostnað vegna barnanna. En
réttur þeirra var ákveðinn „¼ af skuldlausum eftirlátnum félagseignum Páls
heit. Guðmundssonar og Þuríðar heit. Jónsdóttur frá Keldum, sem Guðmundur
Brynjólfsson á Keldum á út að svara, með 4% rentu frá 29. nóv. 1834.“
Dóm þennan undirskrifaði „Sveinbjörnsson“ í Nesi 22. apríl 1836 og Ól. M.
Steph. í Viðey 26. s. mán. „Svo og samþykkur í einu og öllu“ – Ísleifur Ein-
arsson.
Á næsta ári greiddi svo Guðmundur Brynjólfsson lausafé allt, er börnunum
bar, 125 ríkisdali með kostnaði. En jarðeignir ekki fyrr en 1838, því að afgjöld
þeirra voru lögð með börnunum árlega. Um arf þennan var að vonum teflt af
kappi, því hann var mikill á 19. aldar mælikvarða, þótt summan væri ekki há í
ríkisdölum.“
Þrisvar var búi Guðmundar Brynjólfssonar skipt: Fyrst í Árbæ árið 1830,
eftir lát Ingiríðar, fyrstu konu hans. Þá hljóp búið í lausafé einungis á 768 rík-
isdali og 86 skildinga. Engar skuldir, peningaeign heima 32 ríkisdalir og inn-
eign við verslanir á Eyrarbakka og Keflavík 5 ríkisdalir hjá hvorri.
Í annað skipti á Keldum árið 1852 eftir lát Guðrúnar, konu hans númer tvö.
Þá hljóp búið í föstu og lausu 10,994 ríkisdalir og 38 skildingar. Vigfús Guð-
mundsson segir í bókinni Keldur að við þessi skipti hafi margar jarðir gengið
til erfingja frá búinu.
Í þriðja sinn var búi Guðmundar skipt á Keldum árið 1883 eftir lát Guðmund-
ar og árið eftir fellinn, hljóp búið í föstu og lausu á 26.207 krónur og 42 aura.
Vigfús Guðmundsson segir í bókinni Keldur að við þessi síðustu skipti hafi
búið átt eign nokkra í 32 jörðum.