Goðasteinn - 01.09.2018, Qupperneq 66
64
Goðasteinn 2018
ekki af baki dottinn
Eftir lát Guðrúnar Pálsdóttur 18.01.1852, kom arfur eftir hana til skipta hinn
13. maí vorið 1852. Erfingjar voru þá ekkillinn, Guðmundur Brynjólfsson bóndi
á Keldum, fimm eftirlifandi börn Guðrúnar Pálsdóttur og Guðmundar Magn-
ússonar og börn þess sjötta, Magnúsar, sem látinn var. Einnig voru þrír synir
Guðmundar Brynjólfssonar og Guðrúnar Pálsdóttur meðal erfingjanna. Á þeim
19 árum sem liðin voru frá síðustu erfðaskiptunum, hafði búið blómgast vel og
skiptist nú enn mikið úr búinu, þar á meðal allmargar jarðir, en Guðmundur stóð
samt föstum fótum efnahagslega. Þegar hér var komið, var Guðmundur Brynj-
ólfsson orðinn 57 ára gamall. Börn hans með fyrstu konunni Ingiríði Árnadótt-
ur svo og stjúpbörn hans voru komin yfir tvítugt en þrír synir þeirra Guðrúnar
Pálsdóttur voru enn innan við tvítugt. Guðmundur var enn fullur atorku og hann
var ákveðinn í að halda yrði búskapnum áfram og framfleyta stóru heimili.
Hann tók nú það til bragðs að fá sér ráðskonu. Vorið 1852 fékk hann augastað
á ungri bóndadóttur frá Stórólfshvoli sem var matselja í Djúpadal í Hvolhreppi,
en þar var selstaða frá Stórólfshvoli, og réði hana til sín. Þetta var Þuríður Jóns-
dóttir, 26 ára bóndadóttir frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum.
Þriðja eiginkona (1852 – 1883) Þuríður Jónsdóttir
frá skarðshlíð (f. 1825 – d. 1898).
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, bóndi, húsa- og skipasmiður í Skarðs-
hlíð undir Eyjafjöllum, og síðar á Stórólfshvoli og Ingibjörg Jónsdóttir frá Hlíð
undir Eyjafjöllum. Þuríður var bústýra í Djúpadal, þegar Guðmundur á Keldum
fékk hana sem ráðskonu. Hann sótti hana þangað vorið 1852. Hún var þá með
handarmein og sagði Guðmundi, að hún yrði líklega ekki til mikillar vinnu
fyrsta kastið með höndina svona slæma. Guðmundur sagði þá: „Það grær áður
en þú giftir þig.“ Það gekk líklega eftir og þau giftu sig sama ár, 23. júlí. Hann
var þá 57 ára en hún 26 ára. Guðmundur og Þuríður eignuðust 13 börn og níu
þeirra komust upp. Tvær dætur þeirra, Þuríður f. 1855 og Guðríður f. 1863 dóu
innan við þrítugt, ógiftar og barnlausar. Sjö barnanna eignuðust afkomendur:
Fyrsta barn þeirra var Ingibjörg (f.1853-d.1898), húsfreyja á Rauðnefsstöðum.
Hún fluttist 1883 til Nebraska í Vesturheimi, Jón bóndi á Ægisíðu f. 1856, Guð-
rún húsfreyja í Gufunesi f. 1860, Sigurður bóndi á Selalæk f. 1861, Skúli bóndi
á Keldum f. 1862, Júlía prestsfrú í Gaulverjarbæ og á Skeggjastöðum í N-Þing.
f. 1867 og yngst barnanna var Vigfús f. 1868, bóndi og fræðimaður í Haga í
Gnúpverjahreppi, í Engey og í Reykjavík.
Um Þuríði segir Skúli Skúlason, prófastur í Odda, í eftirmælum: „Þur-