Goðasteinn - 01.09.2018, Page 67
65
Goðasteinn 2018
íður var atgerviskona hin
mesta... Í heimilisstjórn-
inni, sem hún hafði á hendi
í 45 ár kom hvervetna fram
stök reglusemi, svo í smáu
sem stóru, enda var heim-
ili hennar eins í þessu sem
í öðru fyrirmyndarheim-
ili... hún lagði um mörg ár
mikinn skerf til almenn-
ingsþarfa og síðast en ekki
síst fyrir hin góðu áhrif sem
hún hafði á aðra... Þegar verður getið nýtra sæmdarkvenna þessa lands, má
nefna nafn Þuríðar á Keldum.“
Vigfús sonur hennar segir: „Þuríður Jónsdóttir var góðlynd, en þó stjórnsöm
og veitul. Allir á heimilinu höfðu sama atlæti, fæði, fatnað og aðbúnað, hús-
bændur og hjú, börn og fósturbörn og gamalmenni jafnt og aðrir, þótt á sveit-
arframfæri væru.“
Þuríður Jónsdóttir þótti góð handiðnakona. Þuríður Skúladóttir frá Keldum
gaf Skógasafni glitofið söðuláklæði, mikið listaverk eftir ömmu sína og nöfnu.
Þuríður á Keldum var samstíga manni sínum um að hjálpa þeim sem þess þurftu
með. Eftir lát Guðmundar Brynjólfssonar manns síns bjó hún líku rausnar- og
góðgerðabúi og áður. Á þessum tíma þótti það ekki jafn sjálfsagt og nú, að allir
byggju við sama atlæti.
Barnsmóðir i og bústýra Halla Jónsdóttir í Króktúni
frá gunnarsholti (f.1801-d.1843).
Halla var bústýra Guðmundar á Árbæ eftir að hann missti fyrstu konu sína.
Hún var fædd á Leirubakka á Landi. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir
og Jón Ísleifsson, sem bjuggu í Norðurkoti, svo í Smiðshúsum í Hvalnessókn
og síðast í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Sonur Höllu og Guðmundar var Jón
f. 1831. Hann fór með móður sinni að Þingskálum til Valgerðar systur Guð-
mundar, þegar hann kvæntist öðru sinni, en ólst upp á Keldum hjá föður sínum
eftir að móðir hans dó, líklega úr berklum. Jón var bóndi í Götu í Landssveit,
Hlíðarenda í Ölfusi og síðast í Hlíð í Selvogi. Hann drukknaði í Hlíðarvatni við
veiðiskap um ís 1882. Hann átti 17 börn og dóttursonur hans var Jón Helgason
skáld frá Rauðsgili, prófessor og forstöðumaður Árnasafns í Kaupmannahöfn.
Skálinn á Keldum 1912. Á hlaðinu er heimafólk, en nöfn
þeirra eru ekki vituð. Ljósm. dr. Helgi Péturss