Goðasteinn - 01.09.2018, Qupperneq 69
67
ríðandi tvær ferðir til Eyrarbakka í júlí, milli fráfærna og sláttar. Gisti hann þá
jafnan hjá stjúpdóttur sinni, Ingibjörgu og Sigurði manni hennar á Loftsstöðum
og fór þangað og þaðan hvora leið.
Eitt árið, 1876, þegar hann var á 82. ári, brá hann þó af þessari venju og gisti
þá í Holtunum hvora leið. En það var af þeim orsökum að hann beið þess að
hlýða messu áður en hann riði að heiman og á heimleið átti hann einkaerindi
við ferjubóndann og gisti því á Sandhólaferju. Þaðan er 9 – 10 klst. lestaferð að
Keldum og ekki hefur Guðmundur þá fremur venju sofið til hádegis, en heim
náði hann áður en þar hófst jarðarför Kristjáns (d. 13.7.1876), sonar Brynjólfs
(Brynjólfssonar) bónda í Bolholti. En að vísu hafði verið hinkrað við að hefja
jarðarförina, því séra Ísleifur (Gíslason, prestur í Keldnaþingum 1865-1878)
hafði frétt um gististaðinn.
Í þessa ferð og eftir það, vildi Þuríður kona Guðmundar ekki að hann væri
einn á ferð, var því Skúli sonur hans látinn vera meðreiðarsveinn. Var hann þá
á 14. ári og fyrsta ferð hans á Bakkann. Átti hann þá margar Bakkaferðir eftir.
Í ferð þessari fengu feðgarnir regn mikið og hrakveður, svo Skúla þótti nóg
um, en ekkert beit á gamla manninn. Hafði hann og afbragðsgóða og vandaða
regnkápu, er Lofolii kaupmaður hafði gefið honum eitt árið og jafnan eitthvað,
bæði í stað vaxta af inneign og líka sem viðurkenning fyrir vöruvöndun. Á
þeim árum þoldi reikningurinn 400 kr. úttekt í peningum, þótt nokkuð meira
væri inni.
Síðla sunnudagsins í nefndri ferð segir Skúli, að þeir feðgar hafi hitt lest-
armennina í Holtunum. Voru þeir þá búnir að taka ofan og fansa sökum rigning-
ar. Þótt hærusekkirnir þyldu vel hóflega vætu, gat stórveður til lengdar orsakað
það, að þá yrði „kaldur ullurinn“ eins og hjá „Þorgilsa mín“, er Lefolii færi að
skoða. En það vildi Guðmundur forðast og líkaði honum nú vel við pilta sína,
eins og oftast nær. Gætti hann vel að reiðskap öllum, að allt væri í lagi og full-
um útbúnaði og leit svo eftir piltum sínum og lestinni í leiðinni, þótt hann væri
sjálfur lausríðandi. Síðast fór Guðmundur þessar erfiðu tveggja dagleiða ferðir
vorið 1879, á 85. ári. En úr því var þrotin orka fóta hans, þótt heilsan væri góð
að öðru leyti, nema dálítil þyngsli fyrir brjósti....“
Borgar þegar hún getur
Eftirfarandi saga er dæmi um mildi og umburðarlyndi Guðmundar við land-
seta sína:
Magnús Magnússon, sem kallaður var „Mangi gamli“ (f.12.9.1869 í Odda-
koti í A-Landeyjum – d.18.5.1961 í Reykjavík), bóndi í Norður-Fíflholtshjáleigu
í Vestur-Landeyjum, sagði svo frá í upptöku sem til er og tekin var í Hemlu um
Goðasteinn 2018