Goðasteinn - 01.09.2018, Page 72
70
Goðasteinn 2018
var hann við þurfendur. Eitt sinn kom þó bjargálna bóndi á sláturtíma og bað
um að gefa sér dálítið af hausarusli. Hann mun hafa fengið þetta svar: „Við
köllum það nú ekki rusl, lagsmaður!“ Hversu margt sauðfé sem skorið var, þá
var hver einasti fótur sviðinn og hirtur óskemmdur“.
Vigfús segir einnig: „Að síðustu var Guðmundur Brynjólfsson alskeggjaður,
en rakaði sig þó lengi þannig að hann hafði kragaskegg eins og þá tíðkaðist.
Hárið var hvítt, en hélst án skalla. Léttur var hann á fæti lengst af ævinnar
og sagðist því til sönnunar hafa gert það að gamni sínu eitt sinn þá er fólkið í
Kirkjubæ fór ríðandi til kirkju (nærri 10 km. langan veg), hefði hann hallað sér
upp í rúm er fólkið kvaddi. Er fólkið var komið í hvarf frá bænum, hljóp hann
af stað, bak við Lönguöldu fram hjá fólkinu og stóð svo á stéttinni á Keldum
þegar fólkið reið um hlaðið. Á elliárum gekk hann þó lítið að erfiðisverkum, en
vann þá helst að reiðskap, „böndum og böslum“, lagfæringum og smíði vinnu-
verkfæra o.s.frv.. Meðal annars smíðaði hann mikið af eikarhögldum á reipi og
merkti með fangamarki sínu í stafrófsröð, svo sem: VI., II., (GB), svo og horn-
hagldir, hringlæstar á ólarreipi, klyfbera o.fl.“
„Á elliárum gekk hann [Guðmundur] þó lítið að erfiðisverkum, en vann þá helst að reiðskap,
„böndum og böslum“, lagfæringum og smíði vinnuverkfæra o.s.frv.. Meðal annars smíðaði
hann mikið af eikarhögldum á reipi og merkti með fangamarki sínu í stafrófsröð, svo sem: VI.,
II., (GB), svo og hornhagldir, hringlæstar á ólarreipi, klyfbera og fleira.“