Goðasteinn - 01.09.2018, Page 73
71
Goðasteinn 2018
Stuðlar og höfuðstafir
Vigfús segir frá bernsku sinni og uppvexti á Keldum. Honum er greinilega
mjög hlýtt til foreldra sinna og endurminningarnar eru fallegar og hlýjar. Hann
segir svo frá: „Ekki man ég til hörku, hávaða eða ósamkomulags milli hús-
bænda og hjúa (því síður hjónanna). En vinfengi hélst og heimsóknir meðan hjú
og húsbændur lifðu“. Vigfús birtir „af handahófi“ nokkrar vísur, sem hann átti
eftir Guðmund Brynjólfsson og segist gera það til þess að sýna hugarfar hans
og að hann hafi haft hugmynd um stuðla og höfuðstafi [ólíkt því sem sr. Matth-
ías gaf í skyn í endurminningum].
Hjúin, sem frægan gjöra garð,
gjöra verk sín með dyggð og trú
og heiðri, sem að eftir arð,
einlæg er þeirra regla sú.
Hvað við liggur þau hugsa mest,
haga svo til að fari bezt.
...
Nótt er liðin, ljómar dagur,
ljóssins faðir, dýrð sé þér.
Enn af svefni alvaknaður,
er guðs mildin veitti mér,
svo til vinnu geng ég glaður,
guð mun blessa verk mín hér.
...
Úti á hlaði eru menn,
einhvern vilja finna.
Matfrið á ég ekki enn,
eg verð þeim að sinna.
Hetjan fellur
Samkvæmt Vigfúsi þá dapraðist heyrn Guðmundar nokkuð að síðustu, en
sjón hafði hann góða og hann las í blaði án gleraugna daginn sem hann lést,
hinn 12. apríl 1883, þá á 89. aldursári. Guðmundur var rúmfastur síðustu tvö
ár ævinnar. Banameinið var sagt hafa verið drep í öðrum fætinum. Barnabörn
Guðmundar urðu að minnsta kosti 93 að tölu og náði eitt þeirra því að lifa
fram á 21. öldina, en það var Kristín Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja í Ási og
á Rauðalæk, sem lést 6. mars 2002. Voru þá 207 ár og hálfu ári betur liðið frá
fæðingu afa hennar.