Goðasteinn - 01.09.2018, Page 74
72
Goðasteinn 2018
Vigfús Guðmundsson, f. 1868, var yngsta barn
Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum og líklega
það 28. í röðinni. Guðmundur var þá 74 ára.
Vigfús var atorkumaður eins og hann átti kyn
til, bjó myndarbúi í Haga í Gnúpverjahreppi frá
1896-1909, en þá keypti hann 2/3 hluta í jörðinni
Engey (í Faxaflóa) og bjó þar til 1916 að hann
seldi jörðina. Hann flutti til Reykjavíkur, þá orð-
inn efnaður maður, og helgaði sig fræðistörfum
eftir það. Hann skrifaði meðal annars bækurnar:
Keldur á Rangárvöllum, Saga Eyrarbakka og Saga
Oddastaðar. Auk þess skrifaði hann sögur nokk-
urra höfuðbóla á Íslandi.
Útför Guðmundar Brynjólfssonar fór fram á Keldum hinn 27. apríl 1883.
Séra Matthías Jockumsson prestur í Odda og sóknarprestur á Keldum (1880 –
1887) flutti húskveðju og þeir séra Skúli Gíslason prófastur á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð (1859 – 1888) fluttu báðir líkræður. Allar ræðurnar þrjár voru fluttar í
kirkjunni, svo sem flestir gætu heyrt þær og séra Matthías kastaði rekunum. Þar
á eftir var veisla að fornum sið, ein hin síðasta stóra erfisdrykkjan á þann hátt
með yfir hundrað boðsgesti, er sátu allir að máltíð samtímis í einni tjaldbúð er
til þess var reist, segir Vigfús í bók sinni.
ekki lausir við öfund
Í Keldnakirkju voru eins og áður sagði, tvær ræður fluttar yfir líkbörum Guð-
mundar Brynjólfssonar. Fyrri ræðuna flutti Skúli Gíslason prófastur á Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð, en hina síðari flutti sóknarprestur Keldnakirkju, sjálfur
Matthías Jockumsson í Odda. Þuríður Jónsdóttir ekkja Guðmundar lét á sinn
kostnað prenta rit sem innihélt húskveðjuna, líkræðurnar tvær og ljóð sem sr.
Matthías orti eftir Guðmund og sungið var við gröf hans. Ekki fer hjá því, að
lesandinn [líkræður í samantekt SJS eru ekki birtar hér í heild] finnur hvernig