Goðasteinn - 01.09.2018, Qupperneq 75
73
Goðasteinn 2018
stirður penni sr. Skúla hnýtir setningar rembihnútum. Grunur vaknar um að sr.
Skúli hafi öfundað hinn látna af jarðneskum auði hans og hugurinn lyftir sér
ekki til hæða, en heldur sig aðallega við umfjöllun um jarðnesk auðævi. Und-
arlegt er að þarna er prófasturinn sjálfur að tala.
Gaman er að bera líkræðurnar tvær saman og sjá hvað andans maðurinn sr.
Matthías hefur að segja. Hann getur samt ekki á sér setið og lætur í það skína að
breyskleiki Guðmundar hafi verið allnokkur. Hafandi það í huga að Guðmund-
ur átti 3 eða 4 börn utan þriggja hjónabanda sinna, má skilja hinn kristilega
aðfinnslutón! Eftir að hafa lesið dáfagra lýsingu sr. Matthíasar í hinum dreng-
lundaða og heiðvirða manni Guðmundi Brynjólfssyni, hafa æði margir orðið
undrandi þegar þeir lesa æviminningar klerksins, Sögukafla af sjálfum mér, en
þar gerir hann sama mann lágkúrulegan og fáfróðan. Vigfús getur sér þess til,
að sr. Matthías hafi þarna viljað skemmta mönnum með skáldskap, ef ekki hafi
ráðið meira minnisleysi og elliglöp klerks.
Í líkræðunni lýsir sr. Matthías Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum svo, með-
al annars:
„... Guðmundur sál. var mikill auðnumaður nálega alla sína æfi. Hann var
með meiri meðalmönnun á vöxt og vel á sig kominn, fríður sýnum, mikil-
leitur og karlmannlegur á yfirbragð, en svipur hans undir eins bæði blíðlegur
og glaðlegur; hraustur var hann til heilsu nálega alla æfi, jafnt til líkama sem
geðsmuna. Hann var ör og léttur í lund, og hjartalag hans barnslegt og fróml-
undað. Bæði mátti kalla hann vitmann og einfaldan mann, eptir því sem á var
litið eða hann kom fram; hann var vitmaður að meðfæddri greind og framsýni,
en einfaldur þar sem hann var barn fáfróðra tíma, og af því hans hjartalíf var
einkennilega barnslegt. Hans eðliseinkunnir, sem margra annara einkennilegra
manna, voru nokkuð sundurleitari þannig mátti kalla hann ekki einungis mis-
vitran á ýmsu, heldur og bæði mildan og harðan, auðveldan og þéttan fyrir,
örlyndan og aðsjálan, léttan í lund og stóran. En með þessu öllu, eða þrátt fyrir
þetta, var hann mikilmenni, mikilmenni í skapi, mikilmenni í reynd og fram-
kvæmd. Hann var fyrri tíma barn í vissu tilliti ávalt barn og það í orðsins góða
og elskuverða skilningi. Hann var í mörgu sannur fornmaður – einnig í þessa
orðs góðu merkingu – máske sá seinasti í þessari fornu sveit; hann hafði margar
fornmanns einkunnir, og honum fylgdi og fornmanns auðna.
Um fram allt var hann fornmaður að þreklyndi og hreinlyndi, því þessir voru
hans aðal mannkostir. Eins og fornmaður þótti hann torveldur viðfangs, ef hann
átti við meiriháttar menn að deila, einkum ef eigi var allrar lempni eða jafnaðar
gætt, og enga undirokun þoldi hann betur en þeir, sem fyrrum bjuggu á vorum