Goðasteinn - 01.09.2018, Page 76
74
Goðasteinn 2018
höfuðbólum. En við jafningja sína, og einkum minniháttar menn, var hann hinn
mildasti og bezti; sérstaklega var hann einhver hinn bezt þokkaði landsdrottinn!
svo að flestir landsetar hans munu mæla, að hans líki muni vandfundinn vera.
Og þó hann, eins og áður er sagt, væri gjörhugull um efni sín og gróða, var hann
lengst æfi sinnar gjöfull í lund, ör og greiðugur.
Hann var tryggðamaður mikill og besti vinur, enda þekkti hann hvorki svik,
fals eða grályndi. Hann var og laus við flesta sundurgerð þessara tíma, hataðist
við allt prang og forðaðist allt sem heita má okur eða það að nota sér neyð
manna í viðskiptum.
Ef hann seldi, lét hann hverja vöru halda lagi, og hans hreinskiptni og trú-
lyndi í kaupum og sölum var stök fyrirmynd. Mjög seinn var hann að þýðast
alla nýbreytni. Í þessari sveit var hann nálega allan sinn búskap bjargvættur
mikill, og er það stórfé, sem hann á 64 árum er búinn fram að leggja til almanna
þarfa, þar útsvör hans lengst af voru mest eða jöfn hinu mesta, sem nokkur einn
átti að greiða....“
Sögukaflar séra Matthíasar
Skal hér að lokum skotið inn punktum úr bók Matthíasar Jochumsonar, Sögu-
kaflar af sjálfum mér, útg. Ísafoldarprentsmiðja 1959. Tilvitnanir eru í bókina:
Bls. 284.
... „Einnig á Keldum var stórfelldur fellir, en fátt um talað. Var að máltæki
ríka Guðmundar, að „rýr væri réttur rollunnar“. Annars var karl sá góður náungi
á sína vísu og mildur við landseta sína, vildi láta vöru sína „halda lagi“ eins og
Kolskeggur auðgi svaraði til er hann fékk griðin eftir bardagann á Breiðabóls-
stað og hann var spurður hversu dýr skyldi matarvættin. En til marks um skap
Guðmundar og einræni hans er það, er þá ég skyldi ferma yngstu börn hans er
voru hin efnilegustu en karl hirti lítt um að fengju tilsögn í skrift og reikningi,
þá hóf ég máls um þetta við föður þeirra, er lá í kör sinni og bað hann taka
Hjálmar Sigurðsson (er ég síðar fékk komið í Möðruvallaskólann og var náms-
piltur mikill) og láta hann segja börnum hans til í nokkrar vikur. „Nei“, svaraði
karl, „það geri ég ekki“. „Hvers vegna?“ spurði ég. „Af því að hann Böðvar
fóstri hans hefur svo lengi beitt hagana mína“, svaraði Guðmundur.“
Bls. 306:
Séra Matthías er hér í bók sinni að segja sögur, sem honum voru sagðar af
ungum mönnum, sem léttir voru og hugaðir og leituðu óskilafjár norður á af-
rétti eftir allar réttir á haustin.
„Voru þær ferðir stundum meir en torsóttar. Kom það oft fyrir að þeir fundu