Goðasteinn - 01.09.2018, Qupperneq 77
75
Goðasteinn 2018
heila hópa og áttu þeir helming þess sem þeir fundu“. En Guðmundur gamli
sagði svo: „Ég leitaði ekki síður en aðrir og gat þó snemma fætt mig og klætt,
en ég þurfti bæði að græða og reyna karlmennskuna. Nú fer enginn upp á afrétt
nema með tjöld, romm og rúsínur, en ég þóttist góður, ef ég fann skúta og gat
stungið þar inn höfðinu“.
Bls. 309:
... „Merkustu bændur í sóknum mínum voru þeir Keldnamenn, einkum Árni
á Reynifelli, snilldarmaður, og eins var kona hans. Árni var í flestu föðurbetr-
ungur, og svo voru bræður hans, Jón, Sigurður og Vigfús. En þó var Guðmund-
ur, faðir þeirra, á Keldum merkur maður á sínum tíma, en þá var hann á níræð-
isaldri og orðinn nærfellt elliær, er ég þekkti hann. Hann hafði alist upp við
fáfræði og sjálfræði, en var einrænn, og uppsigað var honum við alla yfirdrottn-
un, en við þjóna sína og landseta vægur og meinhægur. Nýbreytni flesta hataði
hann, en lét þó gera laglega timburkirkju á Keldum. Húsfaðir hafði hann verið
góður og unni mjög börnum sínum, er hann átti mörg og öll mannvænleg. Við
urðum brátt góðir vinir og allt gamalt prestaþjark hans var þá út af dáið.
Bækur átti hann fáar, en af einni bók hafði Brynjólfur frændi hans sagt mér,
er hann ætti og geymdi undir höfðalagi sínu; það var ljóðabók hans og héti
„Gráskinna“, rituð fyrir höfund hennar, Guðmund sjálfan, af Brynjólfi. Eitt sinn
sat ég og gaspraði að venju á sængurstokk karlsins, þegar hann var í besta
skapi; réttir hann mér þá „Gráskinnu“ og segir mér að blaða í henni. Mér varð
ekki um sel og lét þó vel yfir. Datt ég óðara ofan á vísur um alls konar skrít-
inn hégóma; læknisráð ýmisleg, búskaparvísur og fyrst og fremst leirburð og
barnagælur um kött og krumma. Meira og einfaldara náttúrubarn hefur aldrei
hnoðað leir saman. „Þér brúkið ekki hljóðstafina, Guðmundur“, sagði ég. „Nei,
og sussu nei – nema kannske í viðlögum; mitt lag er eldra“, sagði hann og hló
að hverri vísu, sem ég minnti hann á.
En Guðmundur hafði sitt vit; var í raun réttri ráðvandur heiðursmaður á sinni
tíð, einfaldur, en ósvikinn og kunni vel að búa – á sína vísu. Frændi hans, Brynj-
ólfur hreppstjóri á Selalæk, var aftur sinnar aldar maður, menntavinur og all-vel
að sér, en betur féll mér Keldnakarlinn, þótt einfaldari og óbrotnari væri, en
fjölhæfur og lipur var Brynjólfur, og geðgóðir voru þeir allir frændur.“
Hálfrefi að auk
Skúli Jón Sigurðarson átti sem barn að aldri heima hjá Skúla afa og Svan-
borgu ömmu á Keldum á Rangárvöllum og hlýddi oft á samtöl gamla fólksins
og frásagnir frá liðnum tíma. Meðal annars er honum minnisstætt að þegar