Goðasteinn - 01.09.2018, Qupperneq 79
77
Goðasteinn 2018
og hafði búið 68 ár, og af þeim 50 á óðalsjörð sinni Keldum, sem auðmaðr og
sveitarstólpi.
Hann var af gömlum og góðum ættum kominn, sem lengi höfðu búið hér
eystra meðan sveit þessi hélt fornum blóma; kipti honum og mjög í kyn til
þeirra, og var búhöldr mikill, fésæll, gjörhugull, fastlyndur og manna hrein-
skiftnastr allt, á góða og gamla stefnu, því að hann var fyrri tíma barn eins að
háttum sem að aldri, og gaf sig lítt við breytingum eða og því síðr við sundrgerð
síðustu tíma; hann var hjálpsamr og hjartagóðr maðr, og seldi enga aura dýrari í
annan tíma en annan, og við landseta sína og aðra skuldunauta þótti hann jafnan
inn mildasti og bezti.
Heimili hans bar ávallt vott um gamla reglu, friðsemi og stjórnsemi. Hann
var maðr glaðsinna, léttr í lund og frómlyndr, en undir eins nokkuð einrænn og
fastr fyrir, einkum ef hann mætti kepni. Hann var fríðr maðr sýnum og karl-
mannlegr og í elli sinni svipmikill og öldrmannlegr; heyrn og fætr brugðust
honum hans síðustu ár, en að öðru leyti var hann inn hressasti til enda.
Úr einni af ræðum þeim eftir hann, er áðan var getið, setjum vér þessi orð:
„Hann var í mörgu sannr fornmaðr – máske sá síðasti í þessari fornu sveit.
Um fram allt var hann fornmaðr að þreklyndi og hreinlyndi, því þessir voru
hans aðal mannkostir“. Guðm. sál, var þríkvongaðr og eignaðist 24 börn með
konum sínum og lifa nú 10 þeirra; einn af eldri börnum hans er merkisbóndinn
Árni hreppstjóri á Reynifelli.“
Viðurnefni án athugasemda
Þá var nú komið að því að skipta jarðneskum eigum hins látna heiðursmanns
og þar vildu allir fá sitt. Ljóst var að mikil efni voru í búinu. Vigfús minnist á
það í bók sinni Keldur, en þar segir hann svo: „Um efnahaginn höfðu sumir þetta
á orði: „Guðmundur á Keldum á barn á hverju ári og kaupir jörð á hverju ári.“
Ekki var þetta alveg rétt, en þó nærri lagi um nokkuð mörg ár. Uppskrift dánar-
búsins fór fram á Keldum hinn 28.-31. maí 1883. Viðstaddir voru sýslumaður,
skiptavottar og matsmenn, svo og eftirlifandi börn Guðmundar og Þuríðar eða
fulltrúar þeirra og fulltrúar barna þeirra systkinanna sem látin voru.
„Við skiptin 1852 gengu margar jarðir til erfingja frá búinu. En við skipti
búsins 1883, átti það eign nokkra í 32 jörðum. Að jarðamati 233¼ hundruð
með 71¾ ærgildi í landskuldir og 44 kvígildi, virt 18150 krónur. Sauðfé var fátt
eftir fellinn og hrossin ekki nema 15. Allt var virt í lágu verði, þó ekkert eins
og bækurnar, 7 kr allar!! Fáein dæmi: 16 kistur, allar 48 kr (rauðaviðarkista 6
kr, eikar-skatthol, bilað nokkuð, 3 kr, 3 rokkar 2 kr, léreftstjald með trjám 3
kr, 19 hærusekki með hornsylgjum, allir 42 kr, 60 pör hárreipi, 24 reiptögl og