Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 80
78
Goðasteinn 2018
10 pör ólarreipi, allt á kr 58.50, 10 færigrindur (kvíar) kr 7.50, 20 meisar 3 kr,
Stofa með baðstofulofti 150 kr, 4 skemmur, 3 með stafnþiljum og grind 113 kr,
5 lambhús (fyrir á 2. hundrað lömb), 2 hesthús o.fl. allt 23 kr. Tré og plankar
á 12 hesta kr. 41.50. Búsafleifar (28. maí): húðir og sauðskinn 409 pd, ull 485
pd (202 pd þvegin), 360 pd tólg, hey 7 kúafóður 235 kr (næsta vor eftir tóman
heygarð), 3 vertíðarhlutir 420 kr. Borðbúnaður: 70 spænir (60 nautshyrningar),
6 pör borðhnífa kr 1.50, 6 pör diska 1 kr, 14 bollapör, öll 1.50, 14 matskeiðar
(3 silfur), matarskálar, skálar, o.s.frv. Peningar heima (860) og í lánum 3430
kr. Virðing búsins samtals kr. 26,207.42, þar frá skuldir, kaup og skattar kr.
1882.83. Arfurinn skiptist fyrst í tvo helminga, svo í 14 staði. „Bróðurlóð“ (og
systra jafnt).“
Ljóst er af þessu, svo og af yfirlestri Skiptabóka Rangárvallasýslu [ekki
birtar hér en Skúli Jón birtir í samantekt sinni], að mikill auður á þessa tíma
mælikvarða var í búi Guðmundar Brynjólfssonar hin síðari æviár hans. Ekki
skal því gerð athugasemd við nafngiftina „hinn ríki“, sem Guðmundur hlaut
meðal síðari tíma manna. Þuríður Jónsdóttir ekkja Guðmundar Brynjólfssonar
fékk vænan skerf í sinn hlut við skipti dánarbúsins. Vigfús Guðmundsson segir
frá því í bókinni Keldur, að árið 1896 hafi móðir hans „gefið og afhent“ börnum
sínum kr. 8605,40, sem var stórfé. Engu að síður komu 7408 kr. 92 aur. til skipt-
anna þegar búinu var skipt eftir lát hennar árið 1899.