Goðasteinn - 01.09.2018, Page 93
91
Goðasteinn 2018
á Sanda, tekst hálf mörk. Ljóst er að hér hefur orðið nafnbreyting. Flutningur
býlis leiddi síðan til annarrar nafnbreytingar, Sandar í Fornasandar. Bæjarstæði
Ásgeirs landnámsmanns nefnist Auðnir í Landnámu. Spurn er hvort Dalsmál-
dagi árfærður til um 1269 sé ekki að stofni mun eldri og Auðnir og Sandar séu
sama býlið?
Í nútíma umfjöllun eru varir undir Eyjafjöllum er leitt fram útræðið. Rotinn
„austur við Markarfljót.“ Hér er leitt inn nýmyndað ruglorð, leitt af hjáleig-
um Fornusanda, Efri-Rotum og Syðri-Rotum, er stóðu efst í Sandhólma vest-
anverðum. Við þau var aldrei útræði kennt. Í Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalín um Rangárvallasýslu 1709 segir um Rot: „Útræði hefur hér mikið
verið fyrir nokkrum árum en hefur aflagst vegna leysis og fólkseklu.“ Útræðið
er að sjálfsögðu Sandavarir, ruglorðið Rotinn orðið til af vanhyggju. Árbók
Ferðafélags Íslands um Eyjafjöll 1972 leiðir fræðin hér afvega.
Árni Magnússon skrifaði minnisgreinar um sjósókn Eyfellinga árið 1709.
Þar segir m.a.: „Anno 1709 9 skip í Miðbælisvörum og voru það allt áttæringar.
Í Holtsvörum 10 áttæringar.“ Ábúendur í Miðbæli, Gíslakoti og Borg kvört-
uðu þá „um stóran átroðning er sjófólk gjörði, sem þangað sækir til róðra, og
beiti landið, jafnvel gjöri skaða túnum og slægjum með yfirrekstri hestanna að
þakkarlausu og betalningslaust upp í 7 an 8 ár.“ Enn má greina fornar sjógötur
í landinu upp frá Borgarhól hinum gamla á sjávarströnd Austurfjalla. Nokkrir
Fjallaformenn færðu skip sín austur í Máríuhlið er þar tókust upp róðrar eftir
1860. Lengst að rekinn var Bjarni Árnason bóndi í Fitjarmýri undir Vestur-
Eyjafjöllum. Frá tíma hans þar er þessi formannsvísa:
Einn hér stýrir útlendur
austurs troga dýri.
Að blíðri heppni best reyndur,
Bjarni á Fitjarmýri.
Saman tekið 24. mars 2018. Heimild frá Árna Magnússyni er sótt í 13.
bindið af Jarðabók Árna og Páls, bls. 471. Mikið rit Karls Jeppesen fagurlega
myndskreytt, um „Fornar hafnir Íslands“ kom út 2018. Þar er fjallað um útræði
Eyfellinga á bls. 146-149. Ég vona að enginn hneikslist á viðleitni minni til að
leiðrétta Landnámu.