Goðasteinn - 01.09.2018, Side 94
92
Fjórir menn lögðu upp frá Gröf í feigðarförina 11. október 1868, áleiðis
til haust- og vetrarvertíðar á Suðurnesjum, Þorlákur, f. 1824, Jón Runólfsson
vinnumaður hans, 32 ára, Árni Jónsson, fyrr bóndi í Skálmarbæ, 52 ára og
Davíð Jónsson frá Leiðvelli, 17 ára. Leið lá um Fjallabaksveg syðri. Farangur
var talsverður, m.a. tvær verskrínur með mötu sjómanna, smjöri og smálku. Á
lagði er vestur dró á veg vonskuveður af útsuðri með hríðaréljum og dró síðan
til norðlægra átta og endaði í illum landnyrðingsbyl. Mennirnir komu hvergi
fram og með öllu var óvíst um afdrif þeirra næstu 10 ár.
Tvær góðar vinkonur mínar frá safnstarfi í Skógum, þær frænkurnar Ólöf
Gísladóttir í Gröf í Skaftártungu og Kristín Bjarnadóttir á Heiði á Síðu beindu
fyrst hug mínum að mannskaðanum á Mælifellssandi 12. október 1868. Krist-
ín Símonardóttir húsfreyja í Gröf var amma þeirra. Afar þeirra og eiginmenn
Kristínar voru bræður, Gísli Jónsson og Þorlákur Jónsson báðir bændur í Gröf.
Það var Þorlákur sem stóð fyrir banaförinni 1868. Gísli í Gröf flutti bæinn þar
upp á hæðina, sem hann stendur nú á, neðan frá gilinu. Bærinn var stórmann-
lega byggður, af góðum efnum, húsaviðir sóttir á rekafjörur niðri í Álftaveri og
Meðallandi, auk viða úr eldri húsum í Gröf. Þetta var um 1840.
Við fyrstu komur mínar að Gröf stóð skemma Gísla óbreytt, en nokkuð
hrörnuð. Hún bar af öllum gömlum skemmum í Skaftafellssýslu, tvískipt niðri,
framhlutinn klæddur breiðum borðum, skarsúðuð í risi. Ólöf gaf Skógasafni
skemmuna og hún prýðir nú húsasafn í Skógum. Til systranna á Heiði á Síðu,
Minjar frá Mælifellssandi
Frá mannskaðanum á Mælifellssandi 1868
Þórður Tómasson.