Goðasteinn - 01.09.2018, Side 98
96
Goðasteinn 2018
hans, Guðbjörg Jónsdóttir í austurbæ Miðskála, höfðu eitt sinn verkaskipti, hún
saumaði Árna buxur en hann las fjölskyldu í austurbæ á kvöldvöku danska,
spennandi skáldsögu og þýddi jafnótt og lesið var.
Roskin, barnlaus hjón, Jón Einarsson og Guðrún Jónsdóttir, bjuggu í vest-
urbæ á Miðskála og á dvöl með þeim voru tvær aldraðar systur, Jónsdætur,
Steinunn, móðir Jóns og Ingibjörg fóstra Jóns. Árni var vinmargur. Í vinaliði
hans bar einna hæst Hannes Sigurðsson á Brimhólum í Vestmannaeyjum og
konu hans Guðrúnu Jónsdóttur, bæði frá tvíbýlisjörð, Seljalandi undir Eyjafjöll-
um, öndvegis fólk til orða og verka. Amma Hannesar var merkishúsfreyjan
Ingibjörg á Barkarstöðum, systir Sr. Tómasar Sæmundssonar. Leiðir Árna og
Hannesar lágu fyrst saman í ungmennafélaginu Drífanda sem stofnað var 1906.
Það var um árabil driffjöður í framför og menningu byggðarinnar og tengdi
fólk vinaböndum.
Jón Hjaltalín Hannesson
Sonur Hannesar og Guðrúnar, Jón Hjaltalín, var fæddur 20. júní 1912 og ól
aldur í Vestmannaeyjum fram um Heimaeyjargos 1973. Tólf ára gamall varð
hann fyrir þeirri lífsreynslu að
falla í Vestmannaeyjahöfn og
var borinn þaðan að allir hugðu
andvana uppí bæ, en góður og
langur lífsferill lá fyrir. Hann
lærði ungur vélstjórastarf en
miðaldra hóf hann nám í iðn-
skóla og hlaut réttindi sem raf-
vélavirki og átti fyrir höndum
langt og gott starf á því sviði.
Jón giftist 1955 Halldóru
Brynjólfsdóttur frá Þykkva-
bæjarklaustri (f. 1922), mik-
ilhæfri og að öllu ágætri eig-
inkonu. Hún dó 2. ágúst árið
2008. Þetta er umgerð langs
og gifturíks æviferils en seg-
ir í raun ekkert um manninn
sjálfan. Honum kynntist ég
ekki fyrr en hann var kominn
nokkuð á tíunda tug ævinnar og
Jón H. Hannesson, mynd tekin í tilefni 100 ára
afmælis. Ljósm. raH