Goðasteinn - 01.09.2018, Page 100
98
Goðasteinn 2018
skinnsokkarnir
Hjá Guðrúnu móður Hannesar voru gamlir sveitarsiðir í heiðri hafðir. Hún
gerði t.d. börnum sínum góða húðarskó en annar skófatnaður var þá að ryðja
sér til rúms. Strákalýður í Vestmannaeyjum gerði skop að skóm Jóns Hjaltalíns
og hann tók það sér nærri. Hann sagði Árna húsbónda sínum frá þessu og Árni
sagði: „Blessaður vertu ekki orðsjúkur, láttu sem ekkert sé. Taktu ekki of mikið
mark á því sem aðrir segja.“ Veturinn eftir fór Árni til Eyja til að afla sér tekna
í páskahrotunni. Hann tók með sér skinnsokka sína. Klæddist þeim heima hjá
Hannesi og Guðrúnu, þar sem hann átti dvöl og þrammaði í þeim niður í bæinn
á leið til vinnu. Óprúttnir strákar þyrptust að honum og hæddu fótabúnaðinn.
Árni lét ekki oftar sjá sig í skinnsokkum í Eyjum. Sama varð nágranna Árna,
Sigurþóri Gíslasyni á Ysta-Skála er hann réðst í fiskvinnu í Eyjum og gekk þar
um götu búinn skinnsokkum.
fyrsta flugvélin
Eyfellingar voru önnum kafnir við heyskap er Erik H. Nelson flaug flugvél
sinni austan frá Hornafirði til Reykjavíkur þann 5. ágúst 1924. Mikill gnýr rauf
sveitarkyrrðina og boðaði aldahvörf. Jón Hjaltalín sagði að sér liði aldrei úr
minni áhrifin af því er hann sá flugvélina koma í ljósmál austan við Holtsnúp
og sjá hana svífa vestur um. Þær systur, Steinunn og Ingibjörg voru við heyskap
niður á túni. Steinunn varð skelfingu lostin og sagði við systur sína: „Ætli það
sé ekki heimsendirinn?“ Það hnussaði í Imbu og hún svaraði snöggt og ákveðið
og hitti rétt naglann á höfuðið: „Ætli það sé ekki heldur gandreið.“ Sögur um
gandreið voru þá mörgum tiltækar og ekki svo langt til þess að rekja að það
fyrirbrigði hafði verið á ferð undir Eyjafjöllum. Steinunn lét sumardreng vest-
urbæjarhjóna styðja sig heim til bæjar og líf féll aftur í fastar skorður. „Ingibjörg
á Skála er sú eina sem orðið hefur fyrir umferðaróhappi hjá mér um ævina,“
sagði Jón Hjaltalín 99 ára mér þann 21. ágúst 2011. „Ég var að reiða heim hey
um kvöld, sat ofan á milli á honum Frosta hans Árna og stjórnaði ferðinni. Ég
dottaði á klárnum er farið var um sundið milli austurbæjar og vesturbæjar og
hrökk upp við sáran skræk. Annar bagginn hafði þá slangrað utan í Ingibjörgu
og hún féll við. Hún var sem betur fer ómeidd og tók Eyjastrákinn í sátt,“ sagði
Jón.
systurnar á Mið-skála.
Það var þríbýli á Mið-Skála í æsku minni. Tveir bæjanna stóðu við sömu
stétt, aðeins sund á milli austurbæjar og vesturbæjar, og norðar norðurbær, þar
sem Árni Ingvarsson bjó. Hieronímus Hallsson sem bjó á Mið-Skála um miðja