Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 101
99
Goðasteinn 2018
19. öld hafði flutt bæ sinn þangað úr óslitinni húsaröð. Í austurbænum bjuggu er
ég man fyrst til Kjartan Ólafsson frá Eyvindarholti og Guðbjörg Jónsdóttir, síð-
ar mágur Kjartans, Sigurjón Sigurðsson frá Núpi og Ragnhildur Ólafsdóttir.
Í vesturbænum bjuggu Jón Einarsson og Guðrún Jónsdóttir, alltaf nefnd
Jónsi og Gunna, nægjusamt, fátækt fólk og mikill þrifnaður í allri umsýslu.
Heystálið í hlöðu Jóns var alltaf eins og hefluð fjöl og ekki heystrá á gólfi. Ég
gekk um stéttina á Mið-Skála á leið minni í barnaskólann á Ysta-Skála og leit
oft inn til Jónsa og Gunnu. Í baðstofunni hitti ég tvær gamlar konur, Steinunni
móður Jóns og Ingibjörgu systur hennar, Steinku og Imbu. Steinka var þá kom-
in í kör sem sagt var, hvíldi hvítleit og fögur í rúmi sínu undir vestursúðinni í
baðstofunni og á nagla yfir rúminu hékk gamla Bakkaúrið og taldi stundirnar.
Faðir minn fékk það til viðgerðar stöku sinnum. Imba var enn á heilum fótum,
hressileg kona og talaði tæpitungulaust. „Þú gefur mér það sem ég get ekki étið,
broddsmér og keilu“ sagði hún við gestrisniskonuna Þorgerði Hróbjartsdóttur á
Mið-Grund. Hún kom að Mið-Grund um nónbilið og var boðið að neyta matar
með fólkinu. Við Kristjönu Jónsdóttur húsfreyju á Efstu-Grund sagði Imba í
móttöku hagkvæmra gjafa: „Það er naumast þú ryður þig.
Bót fyrir steinku
Það var venja hjá öndvegiskonunni Elínu Bárðardóttur í Steinum að senda
öldruðu, fátæku fólki glaðning fyrir hver jól. Vigdísi dóttur hennar var minn-
isstætt er hún og Katrín systir hennar voru sendar með jólaglaðninginn til systr-
anna á Mið-Skála. Í honum var m.a. krukka með brenndum kaffibaunum.
Imba lauk henni upp og ein kaffibaun féll niður á gólf. Hjá Imbu var hver
kaffibaun gullsígildi. Hún lagðist á hnén niður á gólfið og þreifaði um það uns
baunin fannst.
Steinka var á heilum fótum er foreldrar mínir hófu búskap í Vallnatúni 1919.
Hún hafði verið vinnukona í miðbænum á Ysta-Skála er móðir mín, Kristín
Magnúsdóttir var að alast upp í suðurbænum á Skála og milli þeirra var hlý vin-
átta. Steinka labbaði suður að Vallnatúni nokkru síðar og henni var, veit ég, vel
fagnað. Hún bað þá móður mína að hjálpa sér um bót undir annan gönguskóinn.
Móðir mín kom með blásteinslitaðan sauðabjór og bauð Steinku að klippa úr
hæfilega bót. Hún klippti bótina inn í miðja hrygglengjuna og spillti þá besta
skæðaefninu. Um það er lauk sagði móðir mín: „Það er annars best að þú eigir
bjórinn.“ Steinka velti skinninu þá fyrir sér vandræðalega og sagði: „Þá hefði
ég nú tekið hana (þ.e. bótina) annarsstaðar.“