Goðasteinn - 01.09.2018, Page 105
103
Goðasteinn 2018
vatn og hér heima við bæinn hefur sennilega verið reynt að grafa niður á vatn,
en ekki tekist fyrr en eftir miðja nítjándu öld. Brunnurinn sem þá var gerður er
átján álna djúpur, þó þraut vatn í honum í langvarandi þurrkum á sumrin, þar
til hann var dýpkaður með því að höggva niður í bergið sem hann náði niður
á. Það gerði faðir minn Ólafur Ólafsson frá Eyvindarholti sjálfur, fljótlega eftir
að hann var farinn að búa í Syðstu-Mörk, en hann hóf búskap þar vorið 1920.
Þessi brunnur er hlaðinn að innan með grjóti alla leiðina, neðan af berginu og
upp úr, eins og algengt mun hafa verið þar sem grjót var tiltækt. Það hefur því
verið mikil vinna að gera hann. Sú hleðsla á brunninum hefur sennilega ekki
fengið neitt viðhald síðan hann var byggður, enda virðist þess ekki hafa verið
þörf. Það er því ljóst að sá sem hlóð hann hefur kunnað vel til verka og haft
mikinn kjark og hörkudugnað.
Gömul sögn er til um að það hafi gert Brunna-Sveinbjörn, kenndur við
Rauðafell, sem hefur sennilega átt að vera Raufarfell. Hann hefur líklega heitið
Sveinbjörn Sveinsson og orðið síðar bóndi á Raufarfelli undir Austur-Eyjafjöll-
um eftir að hann giftist ekkjunni Kristínu Brandsdóttur sem þar bjó 1898. Þá
var hann 37 ára en hún 42. Þau virðast ekki hafa eignast börn. Ekki hefur
mér tekist að finna hvaðan hann var upprunninn. Hann hefur verið kallaður
Brunna-Sveinbjörn, vegna þess að hann hafði gert brunna fyrir bændur bæði
í Eyjafjallasveit og víðar. Gömul sögn er um að hann hafi gert mjög djúpan
brunn í Varmadal á Rangárvöllum. Vitað er að þar var brunnur sem nú er ekki
lengur til.
Bóndinn sem líklega hefur látið gera brunninn hér í Syðstu-Mörk mun hafa
verið Jón Sigurðsson. Hann var sonarsonur Sæmundar Ögmundssonar í Ey-
vindarholti. Hann bjó í Syðstu-Mörk frá 1874 til 1901. Hann var eigandi jarð-
arinnar að ¾ hlutum en leiguliðar höfðu búið á jörðinni bæði áður og eftir að
hann bjó hér og ekki er líklegt að þeir hafi látið gera brunninn.
En hvers vegna var bærinn ekki hafður nær læknum? Það hefur líklega ver-
ið vegna þess að hér sem hann stendur nú var nokkurt skjól, bæði í norðan- og
austanátt. Austanáttin var hvassasta áttin en norðanáttin sú kaldasta. Það hefur
skipt miklu máli þegar bæirnir voru af vanefnum gerðir og engin upphitun
hefur verið, að hafa bæinn í skjóli. En ekki síður vegna heyjanna sem úti voru,
því að þau fuku stundum þar sem hvassviðri var mikið.
Á brunninum var vinda, hún var öðruvísi en á öðrum brunnum sem ég hef
séð, öll gerð úr járni. Hún hefur sennilega verið fengin úr skipsstrandi. Ég hef
séð þannig vindu á skipi, líklega verið notuð til að vinda upp kaðla. Löngu
eftir að hætt var að nota brunninn var hún rifin í sundur til þess að nota járnið
úr henni til annars. Þá kom í ljós að járnboltarnir sem héldu henni saman voru