Goðasteinn - 01.09.2018, Side 114
112
Goðasteinn 2018
frá 12. október til 4. nóvember og seint í október barst til landsins drepsótt
sú sem kölluð var spánska veikin og létust hundruð manna. Loks brast á nýtt
kuldakast þegar veikin stóð sem hæst og ekki þótti ráðlegt að hafa langa úti-
samkomu við þessar aðstæður.
Þetta eru allt þekktar staðreyndir en þessi frásögn á að fjalla um hann afa
minn. Sumt í frásögninni er hægt að styðja með skráðum gögnum en varðandi
annað eru notaðar heimildir sem varðveist hafa í munnlegri geymd innan fjöl-
skyldunnar eða með því að leitast við að setja sig í spor þeirra sem uppi voru á
þessum tíma, sem sagt ímynda sér það sem líklegast var að hafi gerst. Til þess
að setja þetta allt í rétt samhengi er vænlegast að byrja á byrjuninni, komu afa
í þessa veröld og fyrstu rúma þrjá áratugi ævi hans.
Harðindi og fátækt
Hann afi minn, Árni Árnason, fæddist þann 2. nóvember 1886 í Ósgröf í
Landssveit. Foreldrar hans voru Ástríður Magnúsdóttir frá Skarfanesi og Árni
Árnason, fæddur í Teigssókn í Rangárvallasýslu. Hann lést 24. apríl 1886 eða
sex mánuðum áður en sonur hans fæddist, þá var hann rétt fertugur. Það er allt-
af erfitt að hefja lífið föðurlaus en á þessum tímum hefur það verið skelfilegt,
bæði fyrir barnið og móður þess.
Það herrans ár 1886 var harðindaár eins og fleiri fyrir utan októbermánuð.
Á Suðurlandi hófust miklar rigningar í byrjun september. Mesta harmakvein
kom úr öllum áttum sunnanlands um bjargarþrot og heyþrot, engin hjálpræð-
isvon var nema að tíðarfar batnaði og batinn yrði stöðugur.
Ósgröf, Skarfanes og fleiri bæir voru efstu bæirnir í Landssveit og eru þeir
löngu komnir í eyði, síðast Skarfanes 1941. Samkvæmt Skógræktarritinu frá
1994 þá er 12 km vegspotti frá þjóðveginum að Skarfanesi. Brekka er við tún-
ið sem kölluð er Kúmenbrekka, neðan hennar er slétt flöt sem nefnist Bugur.
Meðfram flötinni rennur kristaltær bergvatnsá, lygn og tær. Uppi á bakkanum
handan árinnar stóð bærinn Ósgröf. Þó að bæirnir væru í kallfæri gátu íbúarnir
fátt gert annað en að vaða yfir ána til samskipta sín á milli.
Einstakt er að koma í Skarfanes á björtum blíðviðrisdegi, horfa til Heklu og
yfir ána, sjá fyrir sér bæinn í Ósgröf og hugsa til forfeðranna. Tæpast er hægt
að ímynda sér það erfiða líf sem ábúendur þessara bæja máttu búa við. Nálægð-
in við Heklu setti þar sitt mark á og mikill uppblástur var. Þegar hjónin Magnús
Jónsson frá Litla Kollabæ í Fljótshlíð og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir
frá Teigi í sömu sveit fluttust í Skarfanes árið 1838 mátti engu muna að þau
sneru við. Þá hafði bærinn verið í eyði einhvern tíma og mikil sandfönn hafði
safnast saman í bæjarhúsum og á túni. Fór vorið í að moka sandinum burt.