Goðasteinn - 01.09.2018, Page 140
138
Goðasteinn 2018
til flokkunar t.d. hvað varðar lífrænan heimilsúrgang. Það á auðvitað eftir að
koma í ljós hvernig þetta fyrirkomulag muni reynast en reksturinn þetta fyrsta
árið bendir til að þetta geti orðið farsælt.
rekstur og fjárhagsmál
Haustin eru sá tími þegar skrifstofa og stofnanir sveitarfélagsins eru undir-
lagðar í áætlanagerð. Það eru margir sem koma að þessari vinnu úti í skól-
unum, þjónustumiðstöð og að sjálfsögðu í bókhaldsdeild sveitarfélagsins. Þá
fer fram vinna í nefndum, stjórnum og byggðarsamlögum og öll sveitarstjórnin
kemur að þessari vinnu og margir vinnufundir haldnir. Það er margt sem þarf
að ganga upp enda mikilvægt að vanda sem best til verka. Funda þarf þétt því
áður en hægt er að ganga frá fjárhagsáætlun sveitarfélagsins þurfa að liggja
fyrir áætlanir allra undir,- hliðar- og samstarfsverkefna s.s. Odda bs, Húsa-
kynna bs, Vatnsveitunnar bs, Sorpstöðvarinnar bs, Brunavarna bs, Suðurlands-
vegur 1-3 hf, Héraðsnefndarinnar, Tónlistarskólans bs, Bergrisans bs o.s.frv.
Miðvikudaginn 13 desember 2017 fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Áætlaðar heildartekjur samstæðu Rangárþings
ytra árið 2018 nema alls 1.864 mkr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð
1.612 mkr, þar af eru reiknaðar afskriftir um 103 mkr, og framlegðarhlutfallið
því 19% sem telst vel ásættanlegt. Fjármagnsgjöld eru áætluð um 93 mkr og
rekstrarniðurstaðan því áætluð jákvæð um 159 mkr og veltufé frá rekstri um
305 mkr. Gert er ráð fyrir eignfærðri fjárfestingu í samstæðunni að upphæð um
302 mkr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2018 alls 1.610 m. kr
og eigið fé 1.901 mkr en þess má geta að eiginfjárhlutfall hefur nær tvöfaldast
á stuttum tíma. Þá er gert ráð fyrir veltufjárhlutfallið hækki í 1,18 sem merkir
að sveitarfélagið ætti að vera í ágætu greiðslujafnvægi næsta árið. Samkvæmt
sveitarstjórnarlögum skal s.k. þriggja ára rekstrarjöfnuður sveitarfélaga vera
jákvæður og skuldaviðmið þeirra undir 150%. Þarna eigum við gott borð fyrir
báru því þriggja ára rekstrarjöfnuður sveitarfélagsins er áætlaður jákvæður um
tæpar 500 mkr og skuldaviðmiðið fer niður í 83% á árinu 2018. Fjárhagsáætl-
unin var samþykkt samhljóða í sveitarstjórninni. Í upphafi ársins 2018 fór fram
gríðarmikið uppgjör vegna Brúar lífeyrissjóðs gagnvart öllum sveitarfélögum
landsins. Alls þurfti Rangárþing ytra með næstu undirstofnunum sínum að
standa skil á um 270 m. greiðslu vegna þessa uppgjörs og munar um minna
fyrir lítið sveitarfélag. Vonandi er þá lífeyrissjóðurinn kominn fyrir vind með
sínar skuldbindingar til allrar framtíðar.