Goðasteinn - 01.09.2018, Page 141
139
Goðasteinn 2018
sveitarstjórnarkosningar
Kosningar til sveitarstjórna voru haldnar 26 maí 2018. Í Rangárþingi ytra
voru í framboði tveir listar að þessu sinni, þeir sömu og síðustu árin. Niðurstaða
kosninganna varð sú að D-
listi hlaut 62,2% atkvæða og
fjóra menn kosna og Á-listi
hlaut 37,8% atkvæða og 3
menn kosna. Að afloknum
kosningum var Björk Grét-
arsdóttir valin sem oddviti
og Hjalti Tómasson vara-
oddviti. Þá var Haraldur Ei-
ríksson valinn til að gegna
embætti formanns byggða-
ráðs. Sveitarstjóri var ráð-
inn Ágúst Sigurðsson. Aðrir fulltrúar í sveitarstjórn Rangárþings ytra eru Mar-
grét Harpa Guðsteinsdóttir, Steindór Tómasson og Yngvi Harðarson.
Mikilvægar skýrslur
Sveitarfélagið lét taka saman mikilvægar skýrslur á árinu og má þar nefnda
skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi og skýrslu um ástand vega innan sveit-
arfélagsins m.t.t. öryggis og gæða.
Fyrirtækið Rannsóknir og Ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf vann skýrslu um
ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017 sem kynnt var m.a. á vettvangi Slag-
krafts - samráðsfunds ferðaþjónustunnar í Rangárþingi ytra nú í haust. Sam-
kvæmt skýrslunni er áætlað er að fjöldi gesta í Rangárvallasýslu hafi rúmlega
fjórfaldast á tímabilinu 2008 til 2017, úr 386 þúsund í 1.576 þúsund manns. Þá
er talið að Íslendingar hafi verið 41% gesta þar árið 2008 en erlendir ferðamenn
59%. Árið 2017 er hins vegar áætlað að erlendir ferðamenn hafi verið í 88%
gesta en Íslendingar 12%. Jafnframt er áætlað að 550 þúsund ferðamenn hafi
haft einhverja viðkomu á Hellu árið 2017, 164 þúsund farið í Landmannalaug-
ar, 115 þúsund komið nærri Heklu, 99 þúsund farið um Þykkvabæ, 54 þúsund
haft viðkomu í Hrauneyjum, 18 þúsund í Nýjadal og 14 þúsund í Veiðivötnum.
Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meiri-
hluta gesta í Landmannalaugum árið 2017 (88%) og á Hellu (79%) og miklum
meirihluta í Nýjadal (61%) Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og
Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum (72%).
Byggðaráð Rangárþings ytra 2018-2022. F.v. Margrét
Hapra Guðsteinsdóttir, Haraldur Eiríksson og Hjalti
Tómasson.