Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 163
161
ræðissinna hlaut 46,1% og L-listi Óháðra í
Rangárþingi eystra hlaut 17,53%. Kjörnir full-
trúar í sveitarstjórn eru því Lilja Einarsdóttir
(B), Benedikt Benediktsson (B), Rafn Bergs-
son (B), Anton Kári Halldórsson (D), Elín Fríða
Sigurðardóttir (D), Guðmundur Viðarsson (D)
og Christiane L. Bahner (L). Í byrjun júní gerðu
svo B- og D-listi með sér samstarfs- og mál-
efnasamning um samstarf í meirihluta sveit-
arstjórnar fyrir kjörtímabilið 2018-2022. Ant-
on Kári Halldórsson var ráðinn sveitarstjóri til
tveggja ára og Lilja Einarsdóttir kjörinn oddviti.
Samkvæmt samningi flokkanna tveggja munu
þau Anton Kári og Lilja svo hafa sætaskipti að
tveimur árum liðnum.
Ísólfi Gylfa eru þökkuð sín góðu og óeig-
ingjörnu störf í þágu sveitarfélagsins og óskað
velfarnaðar á nýjum vettvangi. Anton Kári er boðinn hjartanlega velkominn til
starfa sem sveitarstjóri Rangárþings eystra.
skipulagsmál og framkvæmdir
Skipulagsmál eru forsenda uppbyggingar og framkvæmda í sveitarfélögum
og hafa sveitarfélögin þýðingarmiklu hlutverki að sinna í skipulagsmálum og
byggðaþróun. Hjá Rangárþingi eystra, eins og flestum öðrum sveitarfélögum,
hefur uppbygging verið hröð og framkvæmdir miklar.
Sumarið 2018 var farið af stað með viðhorfskönnun um húsnæðismál í
Rangárþingi eystra og fengu allir íbúar sveitarfélagsins, 18 ára og eldri, könnun
senda heim. Elínborg Harpa Önundardóttir, starfsmaður hjá embætti bygging-
arfulltrúa, sá um gerð og úrvinnslu könnunarinnar og voru niðurstöður birtar í
lok september. Viðhorfskönnunin er einn liður í gerð Húsnæðisáætlunar Rang-
árþings eystra. Unnið hefur verið að deiliskipulögum fyrir stór svæði eins og
Ytri-Skóga og Seljalandsfoss sem og skipulag í þéttbýli, m.a. fyrir nýju götuna
Gunnarsgerði. Í lok janúar 2018 keypti sveitarfélagið 316 hektara land Stór-
ólfsvallar af Héraðsnefnd Rangæinga. Með þeim kaupum er land tryggt til
áframhaldandi uppbyggingar þéttbýlisins. Framkvæmdir, stórar og smáar, hafa
einkennt síðastliðið ár. Framkvæmdir voru kláraðar við Austurveg 4 og þann 6.
apríl 2018 opnaði verslunin Krónan í verslunarhluta húsnæðisins.
Krónan er mikil búbót fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og í nærsveitum og voru
Anton Kári Halldórsson, sveit-
arstjóri Rangárþings eystra.