Goðasteinn - 01.09.2018, Page 165
163
Goðasteinn 2018
lóðir í götunni en um var að ræða par-, rað- og einbýlishúsalóðir. Draga þurfti
um lóðir þar sem margir voru um hituna á hverri lóð. Nú er byrjað að vinna
á flestum lóðum og þegar hafa íbúar flutt inn í íbúðir á vegum SS en samtals
mun fyrirtækið byggja 24 íbúðir á Hvolsvelli.
Seinni part sumars var svo klárað að malbika í Gunnarsgerði, Dufþaksbraut
og á Ormsvelli. Í mars voru veittir styrkir úr húsfriðunarsjóði en sá sjóður til-
heyrir Minjastofnun Íslands. Gamli bærinn í Múlakoti fékk 5 milljónir króna í
sinn hlut og Gamli bærinn á Sauðhúsvöllum fékk 1 milljón.
Ljósleiðari
Áfram hefur verið unnið að lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu og nú er 2.
áfangi verkefnisins í vinnslu. Í þessum 2. áfanga ljósleiðarakerfisins er áform-
að að ljúka við lagningu ljósleiðara til notenda í Austur- og Vestur Landeyjum,
Fljótshlíð, og til notenda í dreifbýli kringum Hvolsvöll. Samtals hafa 214 not-
endur óskað eftir að fá tengdan til sín ljósleiðara, þar af eru um 65% umsókna
frá lögheimilum, notendum með atvinnustarfsemi o.þ.h., en um 35% frá not-
endum í sumarhúsum. Plægingu röra fyrir stofnleiðir meðfram þjóðvegi 1 og
Fljótshlíðarvegi lauk að mestu á síðasta ári, en plæging hófst að nýju þegar
frost var farið úr jörðu í lok apríl s.l., og gengur prýðilega. Nú stendur yfir
plæging leggs milli Landeyjahafnar og þjóðvegar 1, auk heimtauga til notenda
á þeirri leið, en að þeim hluta loknum er áformað að plægja heimtaugar til not-
enda í Fljótshlíð. Þannig er stefnt að því að hægt verði að tengja notendur hvers
svæðis fyrir sig strax og lagningu og tengingu strengja lýkur á hverju svæði.
Í mars var tilboði frá Mílu tekið í uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfisins
en fyrirtækið átti eina tilboðið. Míla rekur nú þegar ljósleiðarakerfið sem búið
er að leggja.
atvinnumál
Ferðaþjónustan heldur velli sem ein stærsta atvinnugrein sveitarfélagsins
ásamt landbúnaði og matvælaiðnaði. Fyrirtækin eru eins ólík eins og þau eru
mörg og hægt að fá góða þjónustu í sveitarfélaginu hvort sem um er að ræða
fyrir íbúa eða gesti. Lögreglustjóraembættið flutti í nýtt skrifstofurými sitt á
efri hæð Hlíðarvegs 16 þar sem skrifstofa sveitarfélagsins var áður til húsa.
Nú er allt embættið á sama stað sem er að sjálfsögðu mjög hagkvæmt. Slát-
urfélag Suðurlands er stærsti atvinnurekandi sveitarfélagsins en hjá fyrirtækinu
vinna um 190 manns. SS hefur verið stór bakhjarl ýmissa verkefna í sveitar-
félaginu og stendur fyrirtækið þétt að baki samfélaginu. Kjötiðnaðarmenn SS
og Reykjagarðs komu, sáu og sigruðu í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðar-