Goðasteinn - 01.09.2018, Page 186
184
Látnir í Rangárþingi
2017 – 2018
Aðalheiðar Kjartansdóttir
f. 2. okt. 1917 – d. 27. júní 2017.
Aðalheiður Kjartansdóttir var fædd að Hellum í
Landsveit 2. okt. 1917. Foreldrar hennar voru Jar-
þrúður Pétursdóttir f. 1897 á Högnastöðum í Helgu-
staðahreppi d. 1971 og Kjartan Konráðsson f. 1887
í Reykjavík d. 1953. Hún lést á heimili sínu, Kirkju-
hvoli, 27. júní. Aðalheiður var eina barnið sem for-
eldrar hennar eignuðust saman, en móðir hennar
eignaðist samtals 10 börn og var Aðalheiður elst í
þeim hópi, en hin 9 eignaðist hún með manni sínum
og fósturföður Aðalheiðar, Björgvini Filippussyni sem fæddur var 1896, og eru
þeirra börn þessi í aldursröð: Ingólfur, Ingibjörg, Baldur, Anna Steingerður,
Árný Vilborg, Baldvin Aðils, Filippus, Margrét Auður og Helga. Eftirlifandi
eru Ingibjörg, Filippus og Margrét. Samfeðra voru í aldursröð: Magnús Þórir,
Haukur, Brynhildur, Þórunn og Birna. Þau eru nú öll látin.
Aðalheiður giftist Marmundi Kristjánssyni, f. 14. júní árið 1914, sem var
sonur hjónanna Kristjáns Böðvarssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. Aðal-
heiður og Marmundur hófu búskap sinn í Syðri-Úlfsstaðahjáleigu. Ekki munu
efnin hafa verið mikil þegar þau hófu búskap, enda bæði ung að árum, hún 21