Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 188
186
Goðasteinn 2018
Ása Guðmundsdóttir
f. 28. janúar 1934 – d. 4. mars 2016
Ása Guðmundsdóttir fæddist á Rangá í Djúpár-
hreppi hinn 28. janúar 1934, elst af þremur börnum
hjónanna Guðmundar Max Guðmundssonar, bónda
og trésmiðs á Rangá, og konu hans, Guðbjargar Sig-
ríðar Stefánsdóttur frá Bjólu í Djúpárhreppi.
Guðmundur Max, faðir hennar, var sonur þeirra
Guðmundar Magnússonar, sjómanns á Akurhóli
í Grindavík, af Járngerðarstaðaætt, og konu hans,
Gyðríðar Sveinsdóttur, sem fæddist í Björnskoti í
Vestur-Eyjafjallahreppi. Var Guðmundur afkomandi gömlu hjónanna á Járn-
gerðarstöðum, þeirra Þórðar Einarssonar og Gróu Jónsdóttur. Móðir Gróu var
Margrét Andrésdóttir, en frá henni er ættin skjótrakin til stórhöfðingja.
Sigríður, móðir Ásu, var dóttir Stefáns Bjarnasonar frá Lambafelli í Austur-
Eyjafjallahreppi, bónda á Bjólu, og konu hans, Áslaugar Einarsdóttur frá Stein-
um í sömu sveit.
Tvö yngri börn þeirra Guðmundar og Sigríðar á Rangá, og sytkini Ásu,
voru Hörður vörubifreiðarstjóri, sem átti heima á Hellu, ókvæntur og barnlaus;
hann andaðist árið 1981, á fertugasta-og-þriðja aldursári sínu, og Gyða, býr
á Hellu, gift Jóni Inga Baldvinssyni, bifreiðarstjóra frá Eyvindarhólum undir
Eyjafjöllum. Þau eiga börnin Grétar, Guðmund Max og Sigríði Hörpu.
Vorið 1953 lauk Ása landsprófi frá Skógaskóla. Að því búnu sótti hún sum-
arnámskeið í Restrup-húsmæðraskólanum á Jótlandi. Fyrsta verkefnið, sem
hún tókst á hendur á ævinni ung stúlka, var að hjálpa Margréti J. Ísleifsdóttur,
eiginkonu Pálma heitins Eyjólfssonar sýslufulltrúa í Hvolsvelli, við húsverkin,
eftir að sonur þeirra, Ísólfur Gylfi fæddist. Var Gylfi sveitarstjóri því einlægt
vanur að kalla Ásu fóstru sína, og ekki að ástæðulausu. Eftir þetta stundaði
hún ýmis störf eftir hætti, afgreiddi í bakaríinu á Hellu, tók að sér að vera
ráðskona í vegavinnu og var símadama í Hvolsvelli, en síðast starfaði hún á
mubbluverkstæði Kaupfélags Rangæinga.
Hinn 14. september 1957 gekk Ása að eiga Gunnar Guðjónsson, trésmið og
hljóðfæraleikara, frá Hallgeirsey í Austur-Landeyjahreppi, son Guðjóns Jóns-
sonar bónd þar, og seinni konu hans, Guðrúnar Gunnarsdóttur, dóttur Gunnars
hreppstjóra Andréssonar á Hólmum og konu hans, Katrínar Sigurðardóttur frá
Vestmannaeyjum.
Jafnræði var með Ásu og Gunnari; hann var vænn drengur og þau voru góð