Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 192
190
Goðasteinn 2018
Ásta Guðmundsdóttir, Arnarhóli
f. 12. nóvember 1955 – d. 15. janúar 2017
Ásta Guðmundsdóttir var fædd í Reykjavík hinn
12. nóvember árið 1955. Foreldrar hennar voru hjón-
in Gróa Helga Kristjánsdóttir húsfreyja frá Borgar-
garði á Stöðvarfirði og Guðmundur Jónsson bóndi á
föðurleifð sinni í Hólmi í Austur-Landeyjum, og þar
ólst Ásta upp ásamt fjórum systkinum, sem öll lifa
hana. Elstar þeirra eru tvíburasysturnar Eygló Þóra,
gift Guðmanni H. Ingjaldssyni og Erla Ragnhildur,
þá Jóna Kristín, gift Eggerti Pálssyni, og loks Garð-
ar, tvíburabróðir Ástu, en hann er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur. Guðmundur,
faðir Ástu, lést af slysförum sumarið 1964, 48 ára að aldri, þegar Ásta var á
9. ári, og varð það fjölskyldunni mikið áfall sem nærri má geta. Gróa, móðir
hennar, bjó áfram af miklum dugnaði og viljastyrk, uns Garðar sonur hennar
tók við búinu árið 1981. Gróa átti heima í Hólmi til dauðadags, en hún varð
92ja ára og lést í ágúst 2007.
Ásta var glaðlynd, kát og broshýr frá barnæsku, hláturmild og spaugsöm.
Hún varð snemma liðtæk til allra verka utan dyra og innan, og lagin og vand-
virk við hvaðeina sem hún kom að, iðjusöm og dugleg. Hún hændist að dýr-
unum heima í Hólmi og þau að henni, og var snemma farin að fást við að temja
hesta, sem var henni svo mikil ástríða að hún gerði jafnvel sum nautin í Hólmi
reiðfær! Ekki skorti félagsskapinn heima við í glöðum og samheldnum systk-
inahópnum og ríktu miklir kærleikar þeirra á milli alla tíð. Ásta sótti barna-
skólanám að Gunnarshólma og lauk gagnfræðaprófi frá Hvolsskóla. Þaðan lá
leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún vann við afgreiðslustörf vetrartíma,
en síðan hóf hún nám í söðlasmíði við Iðnskólann á Selfossi, sem hún var langt
komin með, en lauk ekki. Hún fékkst síðan talsvert við að smíða höfuðleður
og flétta tauma og gjarðir, og fórst það vel úr hendi. Ung fékk Ásta tilsögn í
orgelleik, sem kom að góðu haldi þegar hún lærði á harmonikku síðar meir,
og einnig lærði hún á gítar, svo oft reyndi á liðstyrk hennar þegar halda þurfti
uppi söng á góðra vina fundi. Ásta var líka hagmælt og læddi stundum fram
vísu þegar tækifæri og tilefni bauð, þótt ekki flíkaði hún því.
Ásta sýndi ung af sér ótvíræða getu og hæfileika í íþróttum, og ekki skorti
hana áhugann á því sviði, sem efldist í starfi Ungmennafélagsins Dagsbrúnar.
Kringlukastið varð hennar keppnisgrein, og var hún valin í landsmótslið Hér-
aðssambandsins Skarphéðins 15 ára gömul. Keppti hún á alls fjórum lands-