Goðasteinn - 01.09.2018, Page 194
192
Goðasteinn 2018
náttúrubarnið ævilangt, og kunni að gleðjast yfir litlu af nægjusemi sinni, hæv-
ersku og kröfuleysi. En harminn þunga, sem áður var á minnst, réði hún ekki
alltaf við, og leitaði sér ekki hagfelldra leiða til að sefa sorg sína. Henni varð
snemma fótaskortur á hálum ísi áfengisins, og losnaði aldrei undan íþyngjandi
samneyti Bakkusar. Því fór ekki hjá því að alkóhólisminn setti mark sitt á líf
hennar og rýrði gæði þess.
Ásta dó heima á Arnarhóli 15. janúar 2017, 61 árs að aldri. Útför hennar fór
fram frá Krosskirkju 27. janúar.
Sigurður Jónsson,
sóknarprestur í Ásprestakalli
Birgir Matthíasson á Hrafntóftum
f. 9. október 1937 – d. 25. júlí 2017
Birgir Matthíasson fæddist 9. október 1937. For-
eldrar hans voru Steinunn Guðjónsdóttir frá Saur-
um í Helgafellssveit á Snæfellsnesi og Matthías Þór-
ólfsson frá Dalshöfða í Skaftafellssýslu. Þau reistu
bú í Kópavogi, Ástún meðal fleiri frumbyggja á
Digranesi. Þau eignuðust börnin tvö, Hrafnhildi og
Birgi sem ólust upp í Ástúni og tóku þátt í búskap
foreldra sinna.
Matthías dó þegar Birgir var tvítugur og Birgir
tók þá við búinu. Byggðin á Digranesi jókst jafnt og þétt og loks kaus Birgir
að hætta búskapnum. Árið 1983 keypti hann hluta af jörðinni Hrafntóftum við
Ytri Rangá með systursonum sínum Guðmundi og Gylfa. Þeir bjuggu fyrst
í sambýli við Rafn, Rabba sem bjó á hinum helmingnum en svo með Pálínu
Jónsdóttur og Björgúlfi Þorvarðarsyni sem keyptu hlut Rabba.
Birgir, Guðmundur og Gylfi tóku jörðina í gegn og skiptu með sér landinu.
Birgir fékk gróðurreit við veginn og hóf grasrækt. Hann stofnaði fyrirtækið
Túnverk og færði Reykvíkingum gras í garðana sína. Hann smíðaði gróðurhús
sem er veglegur minnisvarði þó hann hafi ekki haft það í huga sjálfur. Hann var
mikill hagleiksmaður og smíðaði sjálfur bogana í gróðurhúsið eftir fyrirmynd
sem hann sá, en hafði bogana hærri og gróðurhúsið varð hátt og rismikið.
Birgir var hvers manns hugljúfi og börn og unglingar löðuðust að honum