Goðasteinn - 01.09.2018, Page 196
194
Goðasteinn 2018
Guðrún Jóna Haraldsdóttir
f. 21. október 1931 – d. 15. apríl 2017
Guðrún Jóna Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík
þann 21. október árið 1931 og lést á Lundi 15. apríl
2018. Foreldrar hennar voru þau Elín Kristjana Guð-
mundsdóttir og Haraldur Axel Jóhannesson.
Systkinahópurinn hennar var stór, en samtals
átti hún 8 systkini. Hún sleit barnsskónum sínum í
Reykjavík og var ekki gömul þegar hún fór að vinna
sér inn auka aur og leggja m.a. til heimilisins. Hún
var góður námsmaður og stóð sig vel í skóla og hug-
ur hennar stóð til langskólanáms. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík en aðstæður voru þannig að hún varð að hverfa frá frekara
námi. Hún starfaði við eitt og annað og eitt sinn vann hún í kexverksmiðjunni
Esju og svo var hún þjónustustúlka í Höfða, hjá breska sendiherranum, en hún
talaði góða ensku. Tíminn í Höfða var sveipaður ævintýrablæ og langaði hana
alltaf að fá að kíkja inn í Höfða og rifja upp tímana þar.
Hún réði sig eitt sumarið að Tumastöðum í Fljótshlíðinni. Hún fór eig-
inlega ekkert aftur til borgarinnar, ekki til lengri dvalar a.m.k. Þarna kynntist
hún lífsförunauti sínum honum Ágústi Sæmundssyni en hann var sonur þeirra
Guðbjargar Sigurðardóttur og Sæmundar Jónssonar frá Þorleifsstöðum. Þau
gengu í hjónaband í ágúst árið 1951 en þá var hún Aggí rétt tæplega tvítug, og
elsta stelpan þeirra, hún Guðbjörg, komin í heiminn. Rétt tæpu ári síðar kom
hann Haraldur og 5 árum síðar kom svo hún Elín.
Guðbjörg og hennar maður, hann Agnar Már eiga 3 börn, Haraldur og Ingi-
gerður eiga 2 börn og Elín á 3 og langömmubörnin eru orðin 18.
Þau Aggí og Gústi keyptu lóð úr landi Gaddstaða og á þeirri lóð byggðu
þau tvö íbúðarhús. Fyrra húsið var byggt á árunum 1951-52 á skömmtunar-
árunum og þurftu þau að sníða sér stakk eftir vexti og vera útsjónarsöm þegar
þau komu þessu fyrsta þaki sínu yfir höfuðið. Seinna byggðu þau nýtt hús við
hlið þess gamla.
Hjónin voru samhent og saman ræktuðu þau upp yndislegan garð, bæði þar
sem litrík sumarblóm og trjágróður settu sinn svip á umhverfið og einnig voru
þau með stóran matjurtagarð þar sem þau ræktuðu ýmislegt til heimilsins og
svo seldu þau líka nokkuð af grænmetinu. Aggí hafði gaman af hestum sem
og hestaferðum og fór löngum í slíkar ferðir, skemmri sem lengri, bæði með
og án Gústa í góðra vina hópi.