Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 201
199
Goðasteinn 2018
Hulda Sigurlásdóttir
f. 2. apríl 1924 – d. 31. október 2017
Hulda Sigurlásdóttir fæddist í Langagerði í Hvol-
hreppi 2. apríl 1924. Foreldrar hennar voru Aðal-
heiður Gísladóttir frá Langagerði og Sigurlás Þor-
leifsson frá Miðhúsum. Þau voru ekki hjón, og ólst
Hulda upp hjá móðurforeldrum sínum í Langagerði,
þeim Guðrúnu Halldórsdóttur húsfreyju og Gísla
Gunnarssyni bónda þar. Baldur, albróðir Huldu, ólst
upp með henni í Langagerði frá 7 ára aldri, en sam-
feðra hálfsystkin hennar voru 16 talsins. Einn hálf-
bróður sammæðra átti Hulda einnig, Knút að nafni, en hann dó barn að aldri.
Aðalheiður, móðir Huldu, féll frá aðeins 27 ára gömul árið 1933, en Sigurlás,
faðir hennar, lifði til hárrar elli og dó 87 ára gamall síðla árs 1980.
Í Langagerði áttu líka heima á uppvaxtarárum Huldu móðurbræður hennar,
þeir Halldór, Hjörleifur og Gunnar Ingólfur, og þeim var hún tengd nánum
fjölskylduböndum, sem og uppeldissystur sinni, Ingibjörgu Sveinsdóttur, síðar
húsfreyju á Minna-Hofi á Rangárvöllum. Var afar kært með þessum ástvinum
öllum, og upp úr þeim jarðvegi trygglyndis og umhyggjusemi óx Hulda. Sjálf
reyndist hún afa sínum og ömmu mikil hollvættur, og tók þau til sín á heimili
sitt í Hvolsvelli í elli þeirra, þar sem þau áttu ævikvöld sitt. Gísli dó 1954, 86
ára, og Guðrún 1961, 83ja ára að aldri.
Hulda sýndi snemma af sér góðar gáfur til munns og handa, og hefði vel
sómt sér á langskólabekk. Ekki urðu tækifæri hennar til skólanáms þó önnur
en skyldunámið í Hvolsskóla, og brátt tók svo brauðstritið við. Hún vann í
fiski nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum, en hélt svo til Reykjavíkur og var þar
vistráðin fáein ár.
Hulda giftist 8. maí 1948 Einari Árnasyni rafvirkjameistara sem fæddur var
á Eyjarhólum í Mýrdal, sonur hjónanna Margrétar Sæmundsdóttur, húsfreyju,
frá Lágafelli í Austur-Landeyjum, og Árna Einarssonar frá Miðey í sömu sveit,
bónda og síðar símstöðvarstjóra, er bjuggu í Eyjarhólum til 1928, en fluttust
þá í heimasveit sína og tóku við búi af foreldrum Árna í Miðey. Hulda og
Einar stofnuðu heimili á Hvolsvelli og reistu sér hús við Vallarbraut 8. Einar
starfaði lengi hjá Kaupfélagi Rangæinga og veitti prjóna- og saumastofunni
Sunnu forstöðu í tíu ár í nafni Kaupfélagsins, en stofnaði 1980 eigið fyrirtæki,
prjónastofuna Prjónaver á Hvolsvelli sem hann rak til 2006. Hulda og Einar
áttu heima austur á Hvolsvelli á sjötta áratug, en frá 1980 áttu þau sér annað