Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 203
201
Goðasteinn 2018
Jóna Vigdís Jónsdóttir
f. 9. janúar 1936 – d. 23. júní 2017
Jóna Vigdís Jónsdóttir fæddist á Núpi undir
Vestur-Eyjafjöllum 9. janúar 1936. Foreldrar henn-
ar, sem þar bjuggu, voru hjónin Auðbjörg Jónína
Sigurðardóttir húsfreyja frá Núpi og Jón Einarsson
bóndi frá Nýjabæ, og var Jóna sjötta í röð 15 barna
er þeim hjónum fæddust á 25 árum, en þrjú þeirra
dóu hvítvoðungar. Eldri en Jóna voru þau Guðrún,
Jónas, sem dó mánaðargamall 1931, Kristín sem lést
2016, óskírður drengur sem einnig dó mánaðargam-
all 1933, og Sigurður, sem lést 1997, en yngri voru Einar Ingi, Páll Ingi, sem
féll frá 2007, Sigríður Júlía, Guðlaug, Jóhanna, Benóný, sem dó tæplega 3ja
mánaða 1946, Rúna Björg, Guðjón, sem lést 2004, og Oddur Helgi. Jón, faðir
Jónu, féll frá 77 ára að aldri 1979, og Auðbjörg móðir hennar, dó 1985 á 75.
aldursári.
Bernska og uppvöxtur Jónu mótaðist að vonum af hinum stóra systkinahópi
á bænum, þar sem oft var þröng á þingi og börnin sváfu stundum þrjú eða fjög-
ur í hverju rúmi meðan flest var heima. Það gat líka orðið þröngt í búi stund-
um, en Auðbjörg á Núpi var úrræðagóð í öllum hlutum og ræktaði matjurtir
í garði sínum, sem munaði mjög um og stuðlaði að fjölbreyttara mataræði en
ella. Mestu varðaði þó sá kærleikur og umhyggja sem börnin nutu heima fyrir,
og urðu þeim heilladrjúgt veganesti út í lífið. Þríbýli var á Núpi í þá daga, og
þar rak Guðjón Sigurðsson, móðurbróðir Jónu, verslun, þar sem börnin voru
að vonum tíðir gestir, og þar vaknaði ævilangur áhugi Jónu á búðarrekstri og
viðskiptum.
Jóna slasaðist 11 ára gömul er hún datt á skautum og fór úr mjaðmarliði.
Viðeigandi læknisráð dróst vikum saman, uns hún var send á Landspítalann í
Reykjavík fyrir tilstilli Sighvats föðurbróður síns, þar sem hún þurfti langrar
meðferðar við áður en mjöðminni var komið í liðinn. Alla ævi bar hún merki
þessa, og var það ekki fyrr en árið 1982, þegar hún gekkst undir aðgerð þar sem
mjöðmin var spengd, að hún fékk nokkuð varanlega bót þessa meins. Landspít-
alavistin stóð hátt í tvö ár, en þar bauðst engin barnafræðsla í þá daga, svo þeg-
ar vistinni sleppti fór Jóna að Holti undir Eyjafjöllum, til prestshjónanna séra
Sigurðar Einarssonar og frú Hönnu Karlsdóttur. Þar vann hún upp það sem hún
hafði misst úr skólanámi undir handleiðslu þeirra hjóna, og dvaldi hjá þeim í
þrjú ár. Eftir það fór hún í vist að Þorvaldseyri, en síðan í Húsmæðraskólann á