Goðasteinn - 01.09.2018, Side 204
202
Goðasteinn 2018
Varmalandi í Borgarfirði. Henni auðnaðist þó ekki að ljúka námsvetrinum þar
af heilsufarsástæðum vegna mjaðmarinnar, og hélt því kyrru fyrir heima við
um tíma, uns hún réðst til verslunarstarfa hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Þar
vann hún síðan uns hún festi ráð sitt og stofnaði fjölskyldu.
Jóna giftist 15. september 1956 eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Elíasi
Guðjónssyni frá Hallgeirsey í Austur-Landeyjum, og í sömu athöfn gengu
einnig í hjónaband Gunnar, bróðir Jóns, og Ása Guðmundsdóttir frá Rangá.
Foreldrar Jóns voru hjónin Guðrún Gunnarsdóttir frá Hólmum í Austur-Land-
eyjum og Guðjón Jónsson frá Hallgeirsey. Ungu hjónin hófu þegar í stað bú-
skap þar í félagi við foreldra Jóns, sem síðar áttu öruggt skjól hjá þeim í elli
sinni, og tóku svo við fullum búsforráðum þar árið 1965.
Jóna og Jón eignuðust tvo syni, Guðjón og Sigurð, sem báðir eru fjöl-
skyldumenn og eiga afkomendur. Guðjón er búsettur á Hvolsvelli. Dóttir hans
og Guðríðar Jónasdóttur er Guðrún Jóna. Sambýlismaður hennar er Halldór
Rúnar Karlsson og eiga þau þrjú börn; Guðjón Karl, Veigu Dísi og Matthildi
Míu. Sambýliskona Guðjóns er Bryndís Bára Bragadóttir. Börn þeirra eru Jón
Bragi, Sigurður Ágúst, Sonja Huld og Gunnar Ingi. Sambýliskona Jóns Braga
er Jasmin Schlieck. Sigurður Ágúst býr með Ólöfu Sæmundsdóttur og eiga þau
tvo syni, Bjarka Þorbjörn og Ágúst Birgi. Sonja Huld býr með Maciej Maj-
ewski. Þau eiga tvö börn, Daníel Ágúst og Móeiði Leu. Sigurður er kvæntur
Ástdísi Guðbjörnsdóttur og eru þau búsett á Hvolsvelli. Börn þeirra eru Sif,
Íris, Hjörvar, Lilja og Elfa. Sif er gift Guðmundi Garðari Sigfússyni og eiga
þau tvær dætur; Þóreyju Mjöll og Ástdísi Lilju. Hjörvar er kvæntur Angeliu
Fjólu Vilhjálmsdóttur. Sonur þeirra er Brynþór.
Jónu var afar umhugað um velferð og hamingju allra sinna afkomenda og
fylgdist vel með vexti og viðfangsefnum þeirra. Fleiri börn áttu líka athvarf hjá
þeim Jóni í Hallgeirsey um dagana, og ílentust hjá þeim systkinin Sigtryggur
Rúnar Ingvason og Jórunn Arna Þórsdóttir. Mörg önnur börn og unglingar
höfðu hjá þeim sumardvöl og voru í vinnumennsku í Hallgeirsey, og bundust
heimilinu tryggðaböndum sem aldrei rofnuðu síðan. Komu þau jafnvel saman
þar hin síðari ár og héldu kúasmalamót, og var þá oft glatt á hjalla. Hlýlegt
viðmót, höfðingslund og gestrisni einkenndi heimilisbraginn hjá þeim Hall-
geirseyjarhjónum, og þar var einlægt gott að koma. Aldrei var Jóna í rónni fyrr
en hún hafði bakað til helgarinnar og bætt á forðann í frystikistunni, svo alltaf
var nóg til reiðu, líka þegar óvænta gesti bar að garði. Fastagestunum má svo
síst af öllu gleyma í því sambandi, nefnilega mjólkurbílstjórunum, sem í 40 ár
voru í hádegismat í Hallgeirsey þrisvar í viku, og fengu aldrei minna en tví-
réttað hjá húsfreyjunni!