Goðasteinn - 01.09.2018, Qupperneq 205
203
Goðasteinn 2018
Jóna og Jón bjuggu blönduðu búi í Hallgeirsey og búnaðist vel. Sjálf var hún
mikil búkona og dýravinur, lagin við skepnur og hafði mikið yndi af sauðfé.
Meðfram búskapnum drýgði hún tekjurnar með því að rækta rófur og selja, en
hún var mikil garðræktarkona og stundaði útiræktun alla tíð. Hún var glæsileg
húsmóðir og matargerð hennar bar af flestu er þeir sem settust að borði hennar
áður þekktu. Sérhver máltíð varð að veislu í höndum hennar. Hún þekkti af eig-
in reynslu bæði skort og allsnægtir, enda kunni líka vel að gera mikið úr litlu
og nýta vel gott og einfalt hráefni. Hún gat sér t.d. gott orð fyrir rabarbaraá-
vexti sína, en þá sauð hún niður rabarbara og ávexti saman. Þetta þótti mikið
hnossgæti og fyrir þennan rétt vann hún til verðlauna á kjötsúpuhátíð á Hvols-
velli. Þá er ótalinn flatkökubakstur Jónu sem einnig fór talsvert fyrir á löngum
vinnudegi hennar, og skilaði líka sínu, enda voru flatkökur hennar rómaðar
mjög og eftirsóttar, og þær seldi hún víða um sveitir. Sjálf tjáði Jóna þakklæti
sitt til fjölmargra sem lögðu henni lið í stóru og smáu um dagana einmitt með
flatkökum, sem einlægt voru vel þegnar.
Jóna var félagslega sinnuð og lét um sig muna á þeim vettvangi. Hún var
virk í starfi Kvenfélagsins Freyju í Austur-Landeyjum og var gjaldkeri þess um
árabil, og kom sér þá vel kunnátta hennar úr verslunarstörfunum. Hún tók fyrst
kvenna sæti í hreppsnefnd Austur-Landeyjahrepps árið 1974 og gegndi þeirri
skyldu af mikilli trúmennsku í þrjú kjörtímabil, til 1986. Þar lagði hún gott til
mála, en einkum hafði Jóna áhuga á samgöngumálum sveitarinnar og talaði
mjög fyrir flugvelli á Bakka, sem síðar varð að veruleika.
Jóna var mikil hagleikskona í höndum, enda liggur eftir hana fjöldi fag-
urra skrautmuna og nytjahluta. Mörg handverksnámskeið sótti hún á vegum
Kvenfélagsins, og ævilangt var hún vandvirk og starfsöm prjónakona. Hún var
örlát á verk sín og góða gripi sem hún vann, enda gjafmild og afar hjartahlý
kona sem setti annarra þarfir jafnan ofar sínum eigin. Hún var létt í lund og
viðmótsþýð, frændrækin og hélt góðu sambandi við systkini sín, sem oft komu
saman og gerðu sér dagamun í mat og drykk. Hún átti auðvelt með að kynnast
fólki og ræktaði góð kynni og vináttu með heimsóknum og símtölum, sinnug
um þá sem fáir sinntu um og sýndi þannig kærleiksríka trú sína og viðhorf sitt
til náungans í verki. Barnatrú sína ræktaði hún með sér ævilangt, enda var sú
trú prófuð í deiglu þjáningar og andstreymis í veikindum bernskuáranna. Jóna
var æðrulaus manneskja sem kunni að greina sundur kjarna og hismi tilver-
unnar. Hún fékk stundum hugboð um hluti, fann á sér hvað verða mundi og
vissi þá ýmislegt sem öðrum var hulið.
Jóna veiktist af krabbameini í ristli tveimur árum fyrir andlát sitt. Átti hún
í því síðan og gekkst undir erfiðar meðferðir. Þau Jón höfðu þá þegar dregið