Goðasteinn - 01.09.2018, Blaðsíða 207
205
Goðasteinn 2018
orkumikill og markmiðsmiðaður og hann var, beið ekki boðanna. Hann og
Ebba byggðu upp af miklum dugnaði íbúðarhús og endurbættu útihús og allt
blómgaðist með snyrtimennsku og myndarskap. Hann sá bú sitt vaxa, túnin
stækka og breiðast út. Hann hafði yndi af skepnum sínum, sem urðu fallegar
og vel fóðrarðar í höndum hans.
Hann var einstaklega hjálpsamur og „nei“ var ekki til í hans orðaforða. Að
liðsinna og aðstoða sveitunga og vini var honum jafn sjálfsagt og að draga lífs-
andann. Hann nálgaðist öll málefni og verkefni með rökvísi og velvilja enda
sinnti hann mörgum trúnaðarstrfum um ævina. Sá aldrei vandamál, aðeins
lausnir. Honum fannst áhugaverðara að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið en
að reisa múra.
Kjartan elskaði tóna og söng og tónlist, hafði fagra söngrödd og var ein-
staklega lagviss. Hann söng með Kirkjukór Skarðskirkju í tæp 50 ár en hann
var 13 ára þegar hann byrjaði að syngja í kirkjunni sinni. Einnig söng hann
með Karlakór Rangæinga, Öðlingum og í fleiri kórum.
Hann var formaður Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar í 35 ár
og hafði brennandi áhuga á uppbyggingu og framþróun Veiðivatnasvæðisins, -
þessari náttúruperlu sem á enga sína líka. Honum var það mikið hjartans mál
að aðstaðan þar væri til fyrirmyndar og ræktun vatnanna tækist sem best og
að saga vatnanna væri þekkt.
En umfram allt var Kjartan bóndi með sterkar rætur í rangæskri bænda-
menningu. Einn af bestu sonum Landsveitarinnar. Hvar sem hann var, hvar
sem hann kom, lagði hann alltaf gott til málanna, velviljandi, velmeinandi,
ráðagóður og ráðhollur.
Hann varð sjálfkrafa miðpunktur í hverjum fagnaði, laðaði fólk að sér og
fyllti umhverfi sitt með góða skapinu sínu, glensi og glettni, með keppnisskapi
sínu, verkgleðinni og viljanum til að vinna og starfa.
Fyrir fjórum árum greindist Kjartan med MDS blóðsjúkdóm og fór í fram-
haldi þess í stofnfrumumeðferð til Svíþjóðar vorið 2014 og náði góðri heilsu á
ný, en vissulega tók sjúkdómurinn toll af starfsþreki hans. Kjartan lést þann 13.
júlí og var jaðsunginn í Breiðabólsstaðarkirkjugarði 22. júlí 2017.
Sr. Halldóra Þorvarðardóttir