Goðasteinn - 01.09.2018, Page 210
208
Goðasteinn 2018
ára er faðir hans lést. Hinn mikli harmur bernskunnar breytti öllu, fjölskyldan
dreifðist af þeim sökum. Árið 1951 fór hann að Hamragörðum en þar átti hann
góða vist og leið vel. Hann lærði ungur að vinna og gekk til allra starfa eins og
þá var títt til sveita. Hann fór á vertíð til Vestmannaeyja í fleiri skipti. Eitt af
erfiðu verkunum á Hamragörðum var að slá brekkurnar og til að létta heyskap-
inn ákvað Ólafur eitt sinn að nota vertíðarhýruna til að slétta tún neðan vegar
svo komast mætti hjá þessum brekkuheyskap. Svo fór þó ekki að hann slyppi
við brekkurnar og varð því nýja túnið hrein viðbót. Þannig hugsaði líka gamla
sveitakynslóðin, það sem einu sinni var heyjað skyldi nytjað áfram. Líkamlegt
erfiði var aldrei fyrirstaða, heldur aðeins hluti af lífinu.
Eiginkona Ólafs, hún Auður Erla Högnadóttir var stúlka af nágrannabæ og
gengu þau í skóla saman, hún var fædd 1941, með þeim tókust góðar ástir en
þau giftu sig 2. apríl 1966. Fyrir átti Auður Erla dótturina Anný Helenu sem
fædd er 1963, maki Kolbeinn Hreinsson og áttu þau 5 börn og eru 3 eftirlif-
andi.
Ólafur og Auður Erla fluttu saman til Reykjavíkur en þar varð stutt dvölin.
Jörðina Ormskot fengu þau til ábúðar og fluttu þangað 1965 og bjuggu þar
blönduðu búi allt þar til þau fluttu árið 2000 að Króktúni 18 á Hvolsvelli.
Börn Ólafs og Auðar Erlu eru: Ágúst Þór f. 1964, maki Þórunn Harðardótt-
ir, Anný Soffía f. 1965, maki Robert Lorenc, Sigríður Linda f. 1969, maki
Benedikt Sveinbjörnsson og eiga þau 3 syni. Vigdís Heiða f. 1975, hún á 3 börn,
Ólafur Erlingur f. 1977, maki Hrund Guðmundsdóttir og á Ólafur 2 dætur úr
fyrra sambandi.
Hugur Ólafs stóð til búskapar frá upphafi og náði hann að láta þann draum
rætast. Hann var þakklátur fyrir hjálp góðra nágranna. Nágrannar gáfu lömb
eða jafnvel kvígu þegar nýr bóndi hóf búskap í sveitinni. Slík var samhjálpin
og samstaðan í þá daga.
Ólafur var mjög heimakær og naut sína heima við bústarfann. Hann unni
náttúrunni og landinu. Naut sín í öllum verkum hinna breytilegu árstíða,
vor með sauðburð og gróanda, sumar með heyannir eða haustið með smala-
mennskur og allt fjárrag. Ólafur var fjárglöggur og markglöggur. Hann var
réttarstjóri lengi í sláturhúsinu Djúpadal. Mestur áhugi var ætíð fyrir sauðfé.
Þau hjónin voru samtaka um búskapinn og gengu saman í öll verk. Hann var
veðurglöggur, horfði í skýin og náttúruna, kenndi börnum sínum um eðli nátt-
úrunnar og einnig um sögu lands og þjóðar. Umhverfissinni sem unni landinu
sínu og búsmala öllum. Heima var best við störfin en stundum þurfti bóndinn
af bæ og talaði Ólafur þá um Hvolsvallarfötin en þau voru aðeins tekin fram
þá sjaldan slík ferð varð ekki umflúin.