Goðasteinn - 01.09.2018, Side 214
212
Goðasteinn 2018
Páll Guðbrandsson í Hávarðarkoti
f. 25. janúar 1940 – d. 22. janúar 2017
Páll Guðbrandsson fæddist 25. janúar 1940. For-
eldrar hans voru María Markúsdóttir frá Dísukoti í
Þykkvabæ og Guðbrandur Pálsson frá Hafnarfirði.
Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði en eitt ár, þegar
Páll var fimm ára í Borgartúni í Þykkvabæ. Systk-
ini Páls voru fimm, Klara, Ester, Fjóla, Markús og
Kristjón. Páll var þriðji í röðinni.
Guðbrandur var sjómaður og María húsmóðir.
Þegar Páll var 13 ára varð hörmulegt sjóslys þegar
Edda GK 25 fórst. Þar fórst Guðbrandur pabbi Páls. Páll lauk skyldunámi og
fór síðan út á vinnumarkaðinn. Hann vann fyrst í hvalstöðinni í Hvalfirði en fór
svo til sjós. Á barns- og unglingsárum var hann oft hjá Ólafi móðurbróður sín-
um og fjölskyldu hans í Bjóluhjáleigu og kom þangað strax og hann gat á vorin.
Honum þótti vænt um dýrin og var gefinn fyrir búskap. Hann hélt áfram að
koma austur og kynntist þeirri konu sem var kona hans í næstum 60 ár, Hjördís
Sigurbjartsdóttir í Hávarðarkoti. Þau gengu í hjónaband 31. desember 1961 og
bjuggu í Hávarðarkoti með foreldrum Hjördísar, Halldóru Magnúsdóttur og
Sigurbjarti Guðjónssyni.
Í Þykkvabæ höfðu bændur kindur, kýr og hesta. Fólk ræktaði kartöflur með
vaxandi tækni og framfararhug og Hjördís og Páll tóku helst kartöfluræktina
í sínar hendur. Í Þykkvabæ var allt til alls, kirkjan, skólinn og búðin og fólk
hittist daglega og skemmti hvert öðru seint og snemma. Næst Hávarðarkoti er
Sigtún þar sem bjó systir Hjördísar og maður hennar, Ína og Hafsteinn Ein-
arsson.
Í Hávarðarkoti var sífellt heitt á könnunni því fólk átti mörg erindi við Sig-
urbjart oddvita og organista og Páll og Hjördís voru hluti af því öllu. Ný kyn-
slóð óx þar úr grasi, Sigurbjartur, María og Guðbrandur, börn Hjördísar og
Páls. Sigurbjartur giftist Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur frá Hornafirði. Þegar
Dóra og Sigurbjatur drógu sig í hlé 1983 komu þau inn í búskapinn í Hávarð-
arkoti en bjuggu í Skarði. Þau tóku alveg við búrekstrinum 1998. María fluttist
til Reykjavíkur og giftist Theódóri Kristjánssyni frá Hafnarfirði. Þau búa í
Mosfellsbæ og starfa bæði í lögreglunni. Guðbrandur giftist Kristínu Margréti
Sveinsdóttur frá Lækjartúni í Ásahreppi. Þau búa í Mosfellsbæ, hann vinnur í
Álverinu í Straumsvík og er leiðsögumaður í laxveiðum á sumrin. Kristín er
endurskoðandi. Barnabörnin eru Hjördís, Ragnhildur, Þórður og Ómar Páll,