Goðasteinn - 01.09.2018, Blaðsíða 215
213
Goðasteinn 2018
Regína Sigurlaug Pálsdóttir
f. 27. október 1939 – d. 15. nóvember 2017
Regína Sigurlaug Pálsdóttir fæddist á Kirkjulæk
II í Fljótshlíð 27. október 1939. Regína var fjórða í
aldursröð sex systkina sem öll ólust upp á Kirkju-
læk II í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru hjónin Páll
Nikulásson f. 27 september 1899, d. 30. október
1968 og Helga Metúsalemsdóttir f. 7. október 1907,
d. 12. júní 1980.
Systkini Regínu eru: Sigrún Fríður, f.1932, d.
2010 maki Elías Eyberg Ólason, Ragnhildur Guð-
rún f. 1935 maki Haraldur Guðnason, Kristín Ástríður f. 1938, sambýlismaður
Friðleifur Stefánsson, Eggert Sören f. 1944 maki Jóna Kristín Guðmundsdóttir,
yngstur er Viðar Metúsalem f. 1945, sambýliskona Guðrún Stefánsdóttir.
Regína dvaldi í foreldrahúsum þar til faðir hennar lést 1968, þá bjó hún með
móður sinni og Eggerti bróður sínum á Kirkjulæk II þar til móðir hennar fór
á sjúkrahús árið 1973. Regína gekk til allra verka á Kirkjulæk II meðan hún
bjó þar, þá naut hún samvista við börnin sem þar voru. Hún var ætíð barngóð
og börn vildu hafa samvistir við hana. Hún hafði gaman af tónlist og trallaði
Páll, Róbert og Sesselja, Páll, Steinunn og Hjörtur. Í næstu kynslóð eru Rakel
Lilja, Ragnar Már, Bjartur Ingi, Arnar Helgi, Rósa og Róbert.
Páll hafði mikinn áhuga á kvikmyndum og var bíóstjóri í Þykkvabæ í mörg
ár. Hann byrjaði snemma bíóferðir í Hafnarfirði með æskuvini sínum Hilmari
og vinátta þeirra varð ævilöng. Páll tók mikinn þátt í félagslífinu í Þykkvabæ.
Hann vann að ýmsum félagsmálum fyrir sveitina og kartöflubændur og var
oddviti Þykkvabæjar. Síðla sumars 2016 fór hann að Dvalarheimilinu Lundi
vegna dvínandi heilsu og dó þar 22. janúar 2017. Hann var jarðsunginn frá
Þykkvabæjarkirkju 1. febrúar 2017 og hvílir í kirkjugarðinum þar. Páll hafði
farsæla skapgerð, hann var glaðlyndur og brást ákveðinn við því sem honum
mislíkaði og sagði sína skoðun og gerði upp málin eins og gert var jafnan í
Þykkvabæ.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir