Goðasteinn - 01.09.2018, Blaðsíða 216
214
Goðasteinn 2018
með því ekki gat hún myndað orðin. Þó gat hún sagt mamma og krakkar, það
tvennt er henni var kærast. Það urðu mikil umskipti í lífi Regínu er hún flutti
á Kópavogshælið. Á þeim tíma voru þó ekki aðrir kostir í boði. Regína dvaldi
á Kópavogshæli við erfiðar aðstæður til ársins 1978 en þá birti til í lífi hennar
er hún fékk pláss á vistheimilinu að Sólheimum í Grímsnesi. Þar bjó hún allar
götur síðan til dánardags. Á Sólheimum naut hún bæði félagskapar og ferðalaga
og átti þar bæði marga góða að og margar góðar stundir. Fljótshlíðin var henni
alltaf kær og naut hún þess að koma heim að Kirkjulæk II. Regína Sigurlaug
Pálsdóttir lést á vistheimilinu Sólheimum í Grímsnesi 15. nóvember 2017.
Útför hennar fór fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð 24. nóvember
2017.
Sr. Arnaldur Bárðarson
Rúnar Guðjónsson
f. 26. ágúst 1933 – d. 20. maí 2017
Rúnar Guðjónsson fæddist í Sólheimatungu í
Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Guðjóns Karls-
sonar vélastjóra og Sigríðar Markúsdóttur húsfreyju.
Rúnar var fjórði barna þeirra hjóna, en hin eru þessi
í aldursröð: Karl Guðmundur f. 1928, Sjöfn f. 1930,
Þórarinn Aðalsteinn f. 1931, Eygló f. 1935, Markús
Sigurður f. 1938, Hrefna f. 1940, Sigríður f. 1941,
Garðar f. 1942.
Frá unglingsaldri var hann á vertíðum í Vest-
mannaeyjum á veturna ásamt því að stunda ýmsa aðra vinnu. Meðal annars
byrjaði hann 12 ára gamall, sama ár og fjölskyldan flutti frá Vestmannaeyjum
til Reykjavíkur, að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands í haustslátrun og vann þar
á hverju hausti fram á áttræðisaldurinn, lengst af við fláningu, alla þá tíð vel
liðinn og mikils metinn starfs-, samstarfs- og hagleiksmaður.
Rúnar kvæntist Hildi Ágústsdóttur frá Sigluvík f. 13. okt. 1935, dóttir
hjónanna Ágústar Jónssonar bónda þar og Sigríðar Lóu Þorvaldsdóttur hús-
freyju. Árið 1958 hófu þau Rúnar og Hildur búskap á jörðinni Klauf í V.-Land.,
lítilli en gróskumikilli jörð sem var án alls húsakostar og tún lítil sem engin.
Þau fluttu svo að Klauf árið 1961.