Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 217
215
Goðasteinn 2018
Börn Hildar og Rúnars eru þessi í aldursröð: 1) Sigurður Ágúst f. 1955,
kvæntur Láru Ólafsdóttur og eru þau búsett á Glæsistöðum í V.-Land. Þau eiga
7 börn, þar af 3 saman. 2) Guðjón f. 1957, kvæntur Söndru D. Georgsdóttur,
búsett í Reykjavík og eiga þau 4 börn. 3) Þórdís Jóna f. 1958 gift Skúla Guð-
mundssyni, búsett í Reykjavík og eiga 6 börn. 4) Magnús f. 1961, kvæntur
Elísabetu Ólöfu Helgadóttur, búsett í Reykjavík og eiga þau 5 börn, þar af 3
saman. 5) Sigríður Lóa f. 1964 gift Steindóri V. Reykdal, búsett í Reykjavík og
eiga 3 börn. 6) Ágúst f. 1966 búsettur í Vestra-Fíflholti í V.-Land, var kvæntur
Ragnheiði Jónsdóttur og eiga þau 5 börn. 7) Rúnar Smári f. 1970, búsettur á
Hvolsvelli. 8) Sævar f. 1977, sambýliskona hans er Margrét Sóley Sigmars-
dóttir, búsett í Reykjavík og eiga 3 börn. 9) Yngst Sigurbára f. 1980, gift Einari
Hjálmarssyni, búsett á Langsstöðum í Flóahreppi og eiga þau 2 börn. Þessi
myndarlegi mannkostahópur frá Klauf í V.-Land. hefur fært Rúnari og Hildi
32 barnabörn, barnabarnabörnin 33.
Þótt Rúnar hafi verið rólegur og íhugull á yfirborðinu, kraumaði í honum
lífsorka og hreyfiþrá. Hann var góður íþróttamaður fram eftir aldri, liðtækur í
ýmsum greinum og er þess e.t.v. skemmst að minnast að hann var fenginn við
vígslu íþróttahússins á Hvolsvelli árið 1997, þá 64 ára, til að sýna stangastökk
og fórst það vel. Hann var alla sína tíð í ungmennafélginu Skarphéðni og sótti
íþróttamót í Þjórsártún og síðar Selfoss með þáttöku sinni langt fram eftir aldri.
Hann sat einnig í ýmsum stjórnum, nefndum og ráðum á vegum HSK.
Útför Rúnars Guðjónssonar var gerð frá Stórólfshvolskirkju föstudaginn 26.
maí. 2017.
Sr. Önundur Björnsson